Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjölskyldan á Öngulstöðum.
Fjölskyldan á Öngulstöðum.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 15. febrúar 2017

Lamb Inn fær uppruna­viðurkenningu frá LS

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Lamb Inn á Öngulsstöðum hefur fengið sérstaka upprunaviðurkenningu Landssambands sauðfjárbænda og var fyrsti veitingastaðurinn á landsbyggðinni til að hljóta þessa viðurkenningu og sá þriðji í röðinni á landsvísu.
 
Um er að ræða nýtt markaðsátak sauðfjárbænda þar sem tilgangurinn er að ná til erlendra ferðamanna og sýna þeim hversu afurðir íslensku kindarinnar séu framúrskarandi hreinar og góðar. 
 
Sambandið afhendir öllum þeim sem vinna ekta íslenskar afurðir úr sauðfé sérstakt upprunamerki sem prýða mun veggi veitingastaða og sömuleiðis þess fatnaðar sem framleiddur er hér á landi úr íslenskri ull. Ekki dugar að láta prjóna „íslensku“ lopapeysuna í Kína eða öðrum löndum. Þetta er afrakstur stefnumörkunar í markaðssókn sauðfjárafurða.
 
 Skilar sér í hollu kjöti sem rómað er fyrir bragðgæði
 
Í texta með viðurkenningunni má finna þetta: Íslenskt sauðfé er alið á sjálfbæran hátt í óspjallaðri náttúru og lömbin sem fæðast á vorin reika sjálfala á fjöllum yfir sumarið, drekka móðurmjólk og éta næringarríkan fjallagróður. Þetta skilar sérlega hollu kjöti sem er rómað fyrir bragðgæði. Lagskipt ullin af íslenska fénu fyrirfinnst hvergi annars staðar og lopaklæði og gærur hafa haldið hita á þjóðinni í óblíðri íslenskri veðráttu í meira en þúsund ár. Stofninn kom til landsins með landnámsmönnum og er óspilltur og einstakur. Bændur eru vörslumenn landsins og búa enn á fjölskyldubúum eins og forfeður þeirra en hafa tileinkað sér það besta úr nútíma tækni og vísindum. Féð er alið á vistvænan hátt undir ströngustu reglum um dýravelferð, án aðskotaefna, erfðabreytts fóðurs eða hormónagjafar. Íslenskt sauðfé er nátengt landinu, menningu þjóðarinnar, siðum og tungumáli og lambakjöt er sannarlega þjóðarréttur Íslendinga. Aðeins ekta íslenskar afurðir bera þetta upprunamerki sem endurspeglar þennan sannleik og gildi íslenskra sauðfjárbænda. 

Skylt efni: Lamb Inn

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...