Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, for­maður Landssamtaka sauð­fjárbænda,
Guðfinna Harpa Árnadóttir, for­maður Landssamtaka sauð­fjárbænda,
Fréttaskýring 20. ágúst 2019

Lækkun tolla vinnur gegn innlendri framleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen


Guðfinna Harpa Árnadóttir, for­maður Landssamtaka sauð­fjárbænda, segir að í byrjun ágúst hafi legið fyrir niðurstaða ráð­gjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara þess efnis að ekki sé skortur á hryggjum og hryggsneiðum á Íslandi.

„Þar af leiðandi stendur ekki til að fella niður eða lækka magn- og verðtolla á hryggi og hryggsneiðar. Áður hafði nefndin komist að annarri niðurstöðu og lagt til verulega lækkaðan toll um mánaðartíma rétt fyrir og í upphafi sláturtíðar. Á þessum mánuði hefði hugsanlega mátt flytja inn ótakmarkað magn nema sérstök skilyrði hefðu verið sett.

Skorts­ákvæðið í búvörulögunum getur virkað þannig að inn sé flutt á lækkuðum eða niðurfelldum tollum mikið magn af ákveðinni vöru ef geymsluþolið er mikið og innflytjendur taka áhættuna, þrátt fyrir að skorturinn teldi aðeins rétt rúmlega 10% af eftirspurn tveggja dreifingaraðila. Sömuleiðis þarf ekki mjög mikið til að skortur sé úrskurðaður og því iðulega felldir niður tollar á grunni ákvæðisins til dæmis á kartöflum og öðru grænmeti á miðjum vetri þegar tveir framleiðendur eru uppiskroppa.

Grefur undan matvöruframleiðslu

Guðfinna segir að fyrirkomulagið geti grafið undan framleiðslu á matvöru hér innanlands. „Ef framleiðendur eiga það á hættu að koma ekki sinni vöru að í verslunum vegna þess að innflutt vara er þar fyrir á hærri framlegð fyrir verslunina, þá draga þeir saman í sinni framleiðslu þar sem hún verður ekki arðbær. Það er nefnilega ekki alltaf öruggt að tímabundin niðurfelling á tolli skili sér í lækkuðu verði til neytenda.“

Guðfinna segir að innflutningur á þessum vörum sé hins vegar ekki óheimill og því geta innflytjendur og verslunar­eigendur boðið hana þeim sem þær kjósa og þá á sambærilegu verði og innlenda vöru. „Jafnvel er inn­flutt vara í einhverjum tilfellum ódýrari þrátt fyrir tolla þar sem upphæðir tolla hafa ekki verið endurskoðaðar um langa hríð og fram­leiðslu­kostnaður minni víða erlendis.

Landssamtök sauðfjárbænda hafa ekki upplýsingar um verð til neytenda á innfluttu lambakjöti nú í sumar svo ekki hefur verið lagt mat á það hvort það er samkeppnishæft við það innlenda á verðgrunni. Lambakjötsverð til sauðfjárbænda í Nýja-Sjálandi er í það minnsta hærra en til íslenskra á þessu ári.

Skortir verkfæri til að mæta markaðsbrestum

Landssamtök sauðfjárbænda hafa gagnrýnt margt í þeirri atburðarás sem leiddi til þess að umræða kom upp um innflutning á hryggjarvörum.

„Landssamtök sauðfjárbænda hafa bent á að hér skorti verkfæri sem taki á þeirri stöðu sem verður þegar brestir verða á mörkuðum. Slíkir fyrirvarar eru byggðir inn í flest landbúnaðarkerfi og með þeim reynt að forða stjórnlausu hruni. Landssamtök sauðfjárbænda hafa bent  á að nauðsynlegt sé að stýra að einhverju marki þeim hluta framleiðslunnar sem er fluttur úr landi, þó þannig að sem minnst inngrip verði í eðlilega markaðsþróun. Þannig má með auðveldari hætti takast á við sveiflur og jafnframt tryggja nægt vöruframboð á innanlandsmarkaði,“ segir Guðfinna.

Hún bendir á að þegar tollar eru felldir niður vegna skorts á ákveðinni vöru þá þurfi magnið sem flutt er inn að vera í samræmi við áætlaðan skort og þann tíma sem skortsástand varir. 

„Þá þarf líka með einhverjum hætti að tryggja að þrátt fyrir niðurfellingu tolla sé ekki verið að flytja inn vöru á verði sem raskar jafnvægi í verðmyndun á markaði.“

Að sögn Guðfinnu getur niður­felling og lækkun tolla unnið gegn því að innlend framleiðsla blómstri. Tollarnir séu settir á til þess að auka samkeppnishæfni inn­lendrar framleiðslu og stuðla þannig að matvælaöryggi, styðja við innlend störf og að einhverju leyti af byggðasjónarmiðum.

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...