Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kynna áform um stofnun þjóðgarðs  á sunnanverðum Vestfjörðum
Fréttir 19. mars 2021

Kynna áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Umhverfisstofnun, ásamt sam­starfs­­hópi sem vinnur að undirbúningi friðlýsingar, hefur kynnt áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vest­­fjörð­um. Svæðið nær m.a. til Dynjanda, Geirþjófsfjarðar, Vatns­fjarðar, Surtarbrandsgils og Hrafnseyrar.

Rarik færði íslenska ríkinu að gjöf jörðina Dynjanda haustið 2019 og við undirritun samkomulags vegna þess staðfestu stjórnvöld að stefnt væri að frekari friðlýsingu jarðarinnar og vatnasviðs fossins á Dynjandisheiði.

Undirbúningur hófst 2020

Vinna hófst með Vesturbyggð, Ísafjarðar­bæ og Umhverfisstofnun í ársbyrjun 2020 þar sem fyrirhugað var að vinna að mögulegri stækkun á náttúruvættinu Dynjanda og frið­landinu Vatns­firði sem er í landi Brjáns­lækjar. Fljótlega komu fram hug­myndir um að tengja verndarsvæðin saman í eitt stærra friðlýst svæði vegna náttúru- sögu og menningar­verðmæta, sem eru allt­umlykjandi á þessu svæði. Í kjölfarið var ákveðið að stofna stærri samstarfshóp og bættust fulltrúar forsætis­ráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Land­græðslusjóðs í hópinn.

Meginmarkmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita einstakt svæði fyrir komandi kynslóðir. Með friðlýsingunni verður til heildstætt svæði sem hefur að geyma ómetanlegar náttúru- og menningarminjar og sögu, segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem greint er frá friðlýsingaráformunum.

Dynjandi var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1981. Hann er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár og af mörgum talinn ein fegursta náttúruperla Íslands.

Vatnsfjörður var friðlýstur árið 1975 sem friðland og þar má finna mikla gróðursæld, fjölbreytt dýralíf, jarðhita ásamt menningarminjum.

Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti 1975 til að vernda einstakar steingerðar leifar gróðurs sem klæddu landið á teríer-tímabilinu.

Geirþjófsfjörður er eyðifjörður á náttúruminjaskrá, þar ríkir mikil gróðursæld og kyrrð. Fjörðurinn er sögusvið Gíslasögu Súrssonar og þar má finna tóftir og rústir tengdri sögunni.

Á Hrafnseyri í Arnarfirði fæddist og ólst upp Jón Sigurðsson, frelsishetja íslensku þjóðarinnar. Á Hrafnseyri er fræðslusetur tileinkað ævi og minningu hans.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...