Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kynna áform um stofnun þjóðgarðs  á sunnanverðum Vestfjörðum
Fréttir 19. mars 2021

Kynna áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Umhverfisstofnun, ásamt sam­starfs­­hópi sem vinnur að undirbúningi friðlýsingar, hefur kynnt áform um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vest­­fjörð­um. Svæðið nær m.a. til Dynjanda, Geirþjófsfjarðar, Vatns­fjarðar, Surtarbrandsgils og Hrafnseyrar.

Rarik færði íslenska ríkinu að gjöf jörðina Dynjanda haustið 2019 og við undirritun samkomulags vegna þess staðfestu stjórnvöld að stefnt væri að frekari friðlýsingu jarðarinnar og vatnasviðs fossins á Dynjandisheiði.

Undirbúningur hófst 2020

Vinna hófst með Vesturbyggð, Ísafjarðar­bæ og Umhverfisstofnun í ársbyrjun 2020 þar sem fyrirhugað var að vinna að mögulegri stækkun á náttúruvættinu Dynjanda og frið­landinu Vatns­firði sem er í landi Brjáns­lækjar. Fljótlega komu fram hug­myndir um að tengja verndarsvæðin saman í eitt stærra friðlýst svæði vegna náttúru- sögu og menningar­verðmæta, sem eru allt­umlykjandi á þessu svæði. Í kjölfarið var ákveðið að stofna stærri samstarfshóp og bættust fulltrúar forsætis­ráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Land­græðslusjóðs í hópinn.

Meginmarkmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita einstakt svæði fyrir komandi kynslóðir. Með friðlýsingunni verður til heildstætt svæði sem hefur að geyma ómetanlegar náttúru- og menningarminjar og sögu, segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem greint er frá friðlýsingaráformunum.

Dynjandi var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1981. Hann er meðal hæstu fossa landsins, nær 100 metra hár og af mörgum talinn ein fegursta náttúruperla Íslands.

Vatnsfjörður var friðlýstur árið 1975 sem friðland og þar má finna mikla gróðursæld, fjölbreytt dýralíf, jarðhita ásamt menningarminjum.

Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti 1975 til að vernda einstakar steingerðar leifar gróðurs sem klæddu landið á teríer-tímabilinu.

Geirþjófsfjörður er eyðifjörður á náttúruminjaskrá, þar ríkir mikil gróðursæld og kyrrð. Fjörðurinn er sögusvið Gíslasögu Súrssonar og þar má finna tóftir og rústir tengdri sögunni.

Á Hrafnseyri í Arnarfirði fæddist og ólst upp Jón Sigurðsson, frelsishetja íslensku þjóðarinnar. Á Hrafnseyri er fræðslusetur tileinkað ævi og minningu hans.

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...