Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá veislu í Sagnagarði í Gunnarsholti. Talið frá vinstri: Sigurður Jónsson, Sveinn Runólfsson, Oddný Sæmundsdóttir og sr. Halldór Gunnarsson.
Frá veislu í Sagnagarði í Gunnarsholti. Talið frá vinstri: Sigurður Jónsson, Sveinn Runólfsson, Oddný Sæmundsdóttir og sr. Halldór Gunnarsson.
Mynd / Áskell Þórisson
Líf og starf 23. maí 2016

Kveðjuveisla landgræðslustjóra

Sveinn Runólfsson varð sjötugur í vor og lét því af störfum hjá Landgræðslunni 30. apríl, eftir 44 ára starf. Áður voru faðir hans og föðurbróðir forstöðumenn stofnunarinnar, allt frá því Sandgræðsla ríkisins tók til starfa 1947.
 
Sveinn hefur látið til sín taka sem landgræðslustjóri og oft hefur gustað um hans verk. Því hefur ekki alltaf verið lognmolla í samskiptunum við t.d. sauðfjárbændur. Víst er þó að á hans langa ferli hefur gríðarmikið áunnist í landgræðslu á Íslandi og þá oftar en ekki í góðri samvinnu við bændur.  
 
Hér á síðunni eru myndir úr veislu sem þau hjón efndu til og var haldin í Sagnagarði. Þangað komu um 170 manns. Önnur veisla var svo haldin í Reykjavík í kjölfarið.
 
Í apríllok skipaði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, síðan arftaka Sveins í embætti landgræðslustjóra. Það er Árni Bragason, sem hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð. Áður en Árni tók við stöðu forstjóra Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar starfaði hann hjá verkfræðistofunni Eflu.
 
Veislugestir.  Inga Jóna Kristinsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Gerður S Elimarsdóttir og Kristján Ágústsson.
Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...