Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kósý tími
Hannyrðahornið 17. október 2017

Kósý tími

Fallegt heklað teppi fyrir litlu krílin í vetur. 
 
Kósý tími frá DROPS Design:
Barnateppi með gatamynstri.
 
Heklað teppi.
DROPS Design: Mynstur e-077-by
Garnflokkur A sem er meðal annars Baby Merino, Flora, Nord sem er mjög skemmtilegt í teppi.
 
Mál: Breidd: ca 65 cm. Lengd: ca 81 cm.
Efni:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
350 g litur 50, ísblár
Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.
DROPS HEKLUNÁL NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 21 stuðlar og 12 umferðir verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4.
 
HEKLLEIÐBEININGAR:
Í hverri umferð er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur.
 
TEPPI:
Heklið 163 loftlykkjur með heklunál 3,5 með Safran. Heklið 1 stuðul í 4. Loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), 1 stuðull í hverja og eina af 5 næstu loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja og eina af 6 næstu loftlykkjum *, endurtakið frá *-* út umferðina = 139 stuðlar – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið A.1 (= 6 stuðlar), A.2 yfir næsta stuðul, heklið A.3 yfir næstu 126 stuðla (= 21 mynstureiningar 6 stuðlar) og endið með A.4 (= 6 stuðlar). Haldið svona áfram með mynstur.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Klippið frá og festið enda þegar stykkið mælist ca 81 cm (= ca 9 mynstureiningar af mynstri á hæðina).
 
 
 
Kveðja,
stelpurnar Gallery Spuna
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...