Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kósí frá DROPS Design
Hannyrðahornið 13. júní 2016

Kósí frá DROPS Design

Það er fátt betra en íslenskt sumar. Lykt af nýslegnu grasi, hlý gola, falleg litrík blóm, sól, yndislega falleg kyrrlát og björt sumarkvöld og áfram má telja. 
 
 
Við skulum samt ekki gleyma að íslensk sumur bjóða líka upp á kalda daga og er því upplagt að skella í fallega prjónaða peysu sem gott er að skella litlum krílum í til að hægt sé að njóta sumarsins til hins ýtrasta. 
 
Prjónuð DROPS peysa með garðaprjóni úr „Delight”. 
 
Stærð 1 mán.–6 ára.
 
BabyDROPS 20-15
 
DROPS Design: Mynstur nr DE-006-by
 
Stærð: 
1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4 - 5/6) ára.
Stærð í cm: 
50/56-62/68-74/80 (86/92-96/104-110/116)
 
Efni: 
DROPS DELIGHT frá Garnstudio
 
150-150-200 (200-250-300) g nr 04, ljósblár.
 
DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 3 – eða sú stærð sem þarf til að 24 l x 48 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.
 
DROPS TRÉTALA NR 511: 3-4-4 (5-5-5) stk
 
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
ÚTAUKNING: 
Aukið út um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki með því að slá uppá prjóninn. 
Til þess að koma í veg fyrir göt þá er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt í næstu umf (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan).
 
PEYSA:
Stykkið er prjónað frá hlið. Prjónuð eru 2 stykki sem saumuð eru saman að aftan í lokin. Stykkin eru prjónuð frá ermi að miðju á peysu.
 
HÆGRA HÁLFA STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna.
Fitjið upp 36-38-40 (40-42-44) l á hringprjóna nr 3 með Delight. Prjónið slétt fram og til baka í öllum umf til loka (= garðaprjón). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
 
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6-6-5 (5-6-6) cm er aukið út um 1 l á hvorri hlið, endurtakið útaukningu í 8. hverri umf alls 6-7-9 (11-13-14) sinnum = 48-52-58 (62-68-72) l. Prjónið þar til stykkið mælist 17-19-20 (25-29-33) cm – passið uppá að síðasta umf sé prjónuð frá röngu.
 
FRAM- OG BAKSTYKKI:
Prjónið 1 umf slétt (= rétta), í lok umf eru fitjaðar upp 41-43-50 (53-58-60) l (= að bakstykki) = 89-95-108 (115-126-132) l. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
 
Prjónið 1 umf til baka, snúið við, setjið eitt prjónamerki í 2. L á prjóni frá réttu (= í hægri hlið). Prjónið áfram – JAFNFRAMT er aukið út um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki í annarri hverri umf alls 38-40-46 (48-50-52) sinnum – LESIÐ ÚTAUKNING. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8½-9-10½ (11-12-13) cm prjónið áfram einungis yfir síðustu 60-65-74 (79-86-91) l á vinstri hlið séð frá réttu (= bakstykki), aðrar l eru settar á band. 
 
BAKSTYKKI:
Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-16 (17-18-19) cm (frá þar sem l voru fitjaðar upp á bakstykki), fellið af. 
 
FRAMSTYKKI:
Setjið l á band til baka á prjóninn, en látið 9-10-10 (10-12-12) l við bakstykki vera áfram á bandinu fyrir hálsmál. Haldið áfram með útaukningu í annarri hverri umf – JAFNFRAMT er felld af 1 l við háls (= að l við bandi) í 4. hverri umf alls 6-7-7 (7-7-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 14-15-17 (18-19-20) cm (frá þar sem útaukning á framstykki byrjaði og við miðju að framan) fellið af fyrir 3-4-4 (5-5-5) hnappagötum þannig (frá hálsi, þ.e.a.s. í umf frá röngu): Prjónið 2 l, fellið af 2 l, * prjónið 12-9-11 (9-10-10) l, fellið af 2 l *, endurtakið frá *-* alls 2-3-3 (4-4-4) sinnum, prjónið síðan slétt út umf. Í næstu umf eru fitjaðar upp 2 nýjar l yfir allar l sem felldar voru af.
 
Eftir alla úrtöku og útaukningu eru 90-93-109 (115-121-126) l á prjóni. Þegar útaukningum á hægri hlið er loki fellið af 51-52-62 (66-70-74) l frá hálsmáli og niður yfir kant að framan (fellið af í 1 umf frá röngu) = 39-41-47 (49-51-52) l eftir á prjóni. Prjónið slétt áfram fram og til baka yfir þessar l í ca 1-1-2 (2-3-3) cm (brjótið stykkið saman tvöfalt við öxl og passið uppá að framstykki sé jafn langt og bakstykki). Fellið síðan af. 
 
VINSTRA HÁLFA STYKKI: 
Prjónið eins og hægra hálfa stykki nema án hnappagata – ganga á frá þessu stykki með rönguna út. 
 
FRÁGANGUR:
Leggið 2 stykkin saman á móti hvort öðru og saumið saman við miðju að aftan – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur.
Brjótið peysuna saman tvöfalda og saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt í ysta lykkjubogann. Saumið tölur í.
 
HÁLSMÁL:
Prjónið upp 55 til 80 l (meðtaldar l á bandi) í kringum hálsinn á hringprjóna nr 3 með Delight.
Prjónið 3 umf slétt fram og til baka, fellið af.
 
Prjónakveðja, 
fjölskyldan Gallery Spuna

2 myndir:

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...