Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kósí frá DROPS Design
Hannyrðahornið 13. júní 2016

Kósí frá DROPS Design

Það er fátt betra en íslenskt sumar. Lykt af nýslegnu grasi, hlý gola, falleg litrík blóm, sól, yndislega falleg kyrrlát og björt sumarkvöld og áfram má telja. 
 
 
Við skulum samt ekki gleyma að íslensk sumur bjóða líka upp á kalda daga og er því upplagt að skella í fallega prjónaða peysu sem gott er að skella litlum krílum í til að hægt sé að njóta sumarsins til hins ýtrasta. 
 
Prjónuð DROPS peysa með garðaprjóni úr „Delight”. 
 
Stærð 1 mán.–6 ára.
 
BabyDROPS 20-15
 
DROPS Design: Mynstur nr DE-006-by
 
Stærð: 
1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4 - 5/6) ára.
Stærð í cm: 
50/56-62/68-74/80 (86/92-96/104-110/116)
 
Efni: 
DROPS DELIGHT frá Garnstudio
 
150-150-200 (200-250-300) g nr 04, ljósblár.
 
DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 3 – eða sú stærð sem þarf til að 24 l x 48 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.
 
DROPS TRÉTALA NR 511: 3-4-4 (5-5-5) stk
 
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
ÚTAUKNING: 
Aukið út um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki með því að slá uppá prjóninn. 
Til þess að koma í veg fyrir göt þá er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt í næstu umf (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan).
 
PEYSA:
Stykkið er prjónað frá hlið. Prjónuð eru 2 stykki sem saumuð eru saman að aftan í lokin. Stykkin eru prjónuð frá ermi að miðju á peysu.
 
HÆGRA HÁLFA STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna.
Fitjið upp 36-38-40 (40-42-44) l á hringprjóna nr 3 með Delight. Prjónið slétt fram og til baka í öllum umf til loka (= garðaprjón). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
 
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6-6-5 (5-6-6) cm er aukið út um 1 l á hvorri hlið, endurtakið útaukningu í 8. hverri umf alls 6-7-9 (11-13-14) sinnum = 48-52-58 (62-68-72) l. Prjónið þar til stykkið mælist 17-19-20 (25-29-33) cm – passið uppá að síðasta umf sé prjónuð frá röngu.
 
FRAM- OG BAKSTYKKI:
Prjónið 1 umf slétt (= rétta), í lok umf eru fitjaðar upp 41-43-50 (53-58-60) l (= að bakstykki) = 89-95-108 (115-126-132) l. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
 
Prjónið 1 umf til baka, snúið við, setjið eitt prjónamerki í 2. L á prjóni frá réttu (= í hægri hlið). Prjónið áfram – JAFNFRAMT er aukið út um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki í annarri hverri umf alls 38-40-46 (48-50-52) sinnum – LESIÐ ÚTAUKNING. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8½-9-10½ (11-12-13) cm prjónið áfram einungis yfir síðustu 60-65-74 (79-86-91) l á vinstri hlið séð frá réttu (= bakstykki), aðrar l eru settar á band. 
 
BAKSTYKKI:
Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-16 (17-18-19) cm (frá þar sem l voru fitjaðar upp á bakstykki), fellið af. 
 
FRAMSTYKKI:
Setjið l á band til baka á prjóninn, en látið 9-10-10 (10-12-12) l við bakstykki vera áfram á bandinu fyrir hálsmál. Haldið áfram með útaukningu í annarri hverri umf – JAFNFRAMT er felld af 1 l við háls (= að l við bandi) í 4. hverri umf alls 6-7-7 (7-7-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 14-15-17 (18-19-20) cm (frá þar sem útaukning á framstykki byrjaði og við miðju að framan) fellið af fyrir 3-4-4 (5-5-5) hnappagötum þannig (frá hálsi, þ.e.a.s. í umf frá röngu): Prjónið 2 l, fellið af 2 l, * prjónið 12-9-11 (9-10-10) l, fellið af 2 l *, endurtakið frá *-* alls 2-3-3 (4-4-4) sinnum, prjónið síðan slétt út umf. Í næstu umf eru fitjaðar upp 2 nýjar l yfir allar l sem felldar voru af.
 
Eftir alla úrtöku og útaukningu eru 90-93-109 (115-121-126) l á prjóni. Þegar útaukningum á hægri hlið er loki fellið af 51-52-62 (66-70-74) l frá hálsmáli og niður yfir kant að framan (fellið af í 1 umf frá röngu) = 39-41-47 (49-51-52) l eftir á prjóni. Prjónið slétt áfram fram og til baka yfir þessar l í ca 1-1-2 (2-3-3) cm (brjótið stykkið saman tvöfalt við öxl og passið uppá að framstykki sé jafn langt og bakstykki). Fellið síðan af. 
 
VINSTRA HÁLFA STYKKI: 
Prjónið eins og hægra hálfa stykki nema án hnappagata – ganga á frá þessu stykki með rönguna út. 
 
FRÁGANGUR:
Leggið 2 stykkin saman á móti hvort öðru og saumið saman við miðju að aftan – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur.
Brjótið peysuna saman tvöfalda og saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt í ysta lykkjubogann. Saumið tölur í.
 
HÁLSMÁL:
Prjónið upp 55 til 80 l (meðtaldar l á bandi) í kringum hálsinn á hringprjóna nr 3 með Delight.
Prjónið 3 umf slétt fram og til baka, fellið af.
 
Prjónakveðja, 
fjölskyldan Gallery Spuna

2 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...