Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kortið gefur yfirlit um sjúkdómastöðu fjögurra sauðfjársjúkdóma innan sóttvarnarhólfakerfisins, sem getur nýst við líflambakaup.
Kortið gefur yfirlit um sjúkdómastöðu fjögurra sauðfjársjúkdóma innan sóttvarnarhólfakerfisins, sem getur nýst við líflambakaup.
Fréttir 14. ágúst 2025

Kortlagning sauðfjársjúkdóma innan varnarhólfa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Húnabyggð, hefur kortlagt stöðu fjögurra sauðfjársjúkdóma á Íslandi innan sóttvarnarhólfa, en skipulag þeirra tók nýlega breytingum þegar þrjár varnarlínur voru felldar niður og hólfum fækkað um þrjú.

Karólína vann kortagerðina í samvinnu við Sigurbjörgu Bergsdóttur, sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun á sviði heilbrigðis og velferðar jórturdýra. Hún segir tilgang kortagerðarinnar meðal annars vera að auðvelda sauðfjárbændum að átta sig á sjúkdómastöðu svæðanna þegar þeir fari í líflambakaup, en fresturinn til að sækja um kaup rennur út 1. september næstkomandi.

Svæðisbundnir alvarlegir sauðfjársjúkdómar

Að sögn Karólínu eru ákveðnir alvarlegir sauðfjársjúkdómar svæðisbundnir og ætti kortið að gefa yfirlit yfir öll sóttvarnarhólfin og stöðu þeirra gagnvart þessum sjúkdómum sem eru eftirfarandi; riða (sem er grunnatriði varðandi kaup og sölu), garnaveiki (sem skiptir máli ef kaupandinn er á svæði sem er laust við garnaveiki), kýlapest og tannlos.

Sjúkdómastaða skipti miklu máli og kaupendur ættu að huga að þeim málum eins og þeir gera gagnvart þeim eiginleikum sem þeir sækjast eftir í gripunum.

Líflambasölusvæðin breytast

Karólína segir „líflambasölusvæði“ vera frekar gamla skilgreiningu. Í mörg ár hafi eingöngu mátt selja líflömb úr þessum svæðum yfir varnarlínur.

Bændur á þeim svæðum fá ótímabundið söluleyfi ef þau sækja um og þeir mega selja allar arfgerðir nema VRQ, sem tengd er miklu næmi fyrir smiti á riðuveiki. Þetta hafi breyst í samhengi við ræktun á þolnum sauðfjárstofni gegn riðu – og núna megi bændur úr öðrum hólfum líka sækja um söluleyfi en þeir þurfa að gera það árlega og eingöngu selja ákveðnar arfgerðir sem eru verndandi eða mögulega verndandi gegn riðu.

Slíkar upplýsingar aldrei áður birst á einum stað

Kortið byggir, að sögn Karólínu, á upplýsingum frá Matvælastofnun – bæði af vefnum og beint frá Sigurbjörgu Bergsdóttur sérgreinadýralækni – frá bændum, dýralæknum og ráðunautum á viðkomandi svæðum, auk þess sem stuðst var við viðtal við Sigurð Sigurðarson dýralækni sem birtist í Frey 1981.

Á kortinu séu samankomnar upplýsingar á einum stað um svæðisbundna sjúkdómastöðu í sauðfé, sem aldrei áður hefur birst.

Hún biður um að ábendingar um villur á kortinu verði sendar á netfangið lina@ridaneitakk.net.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...