Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kolkrabbar vel gáfum gæddir
Á faglegum nótum 5. september 2017

Kolkrabbar vel gáfum gæddir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýjar rannsóknir sýna að kolkrabbar eru einstaklega vel gefnar skepnur og hafa sterka vitund um sjálfa sig og umhverfi sitt.

Hvort sem fólki finnst kolkrabbar ógnvekjandi eða heillandi benda nýjar rannsóknir til að þeir séu vel gáfum gæddir. Þekkt er að kolkrabbar í fiskabúrum hafa skriðið á milli fiskabúra standi þau hlið við hlið og sótt sér fæðu og að kolkrabbar í lokuðum krukkum geta skrúfað lokið af krukkunum innan frá. Að minnsta kosti er eitt dæmi um að kolkrabbi hafi skriðið upp úr fiskabúri á rannsóknarstöð, lyft upp niðurfalli í gólfinu og látið sig hverfa niður í það.

Í einni tilraun, þar sem óþægilega sterku ljósi var beint að kolkrabba, gerði hann sér lítið fyrir og sprautaði vatni á peruna þar til að rafmagninu sló út. Sýnt hefur verið að þetta átta arma sjávardýr þekkir fólk í sundur, jafnvel þótt það sé í eins einkennisbúningum.

Líkjast geimverum

Prófessor nokkur í heimspeki við háskóla í Sydney og New York segir að ef einhver lífvera á jörðinni líkist geimverum þá séu það kolkrabbar. Hann segir að kolkrabbar séu eins fjarskyldir mönnum og hugsast getur og um leið afskaplega þróaðar lífverur.

Ekki er vitað með vissu hver var síðasti sameiginlegi forfaðir manna og kolkrabba en talið er að það hafi verið frumstæð blóðsuga eða flatormur með vanþróað taugakerfi. Þetta þýðir að menn og kolkrabbar eiga lítið sameiginlegt hvað þróun varðar.

Þrátt fyrir það hafa báðar dýrategundir þróað augu, útlimi og heila eftir ólíkum þróunarbrautum. Það sem meira, er báðar tegundir sýna greind, getu til að læra, draga ályktanir og merki um vitund.

Hvað er vitund?

Heimspekingurinn segir að erfiðast sé að dæma um hvort kolkrabbar hafi vitund og reyndar sé það sama að segja um menn. Ekkert segir okkur fyrir víst að menn hafi vitund að undanskilinni sjálfsvitund og að allir aðrir sýni einungis merki um vitund án þess að hún sé til til staðar.

Hann segir að kolkrabbar sýni merki um forvitni og hann telur lítinn vafa á að þeir séu meðvitaðar lífverur. Þeir hafa góða sjón, eiga til að raða grjóti upp á nýtt við holur sem þeir dvelja í. Þetta bendir til að vitund lífvera hafi þróast eftir meira en einni leið á Jörðinni.

Svo má heldur ekki gleyma því að kolkrabbar í sínu náttúrulega umhverfi líta út fyrir að vera afskaplega gáfaðir. 

Skylt efni: Kolkrabbar

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...