Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kolefnisjafnað Ísland
Mynd / smh
Lesendarýni 6. október 2017

Kolefnisjafnað Ísland

Höfundur: Svavar Halldórsson
Flest íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu byggja ímynd sína að verulegu leyti á því að vera frá Íslandi. Hreinleiki landsins er því grundvallaratriði í verðmætasköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Að jafnaði aukast verðmætin eftir því sem tengingin við upprunalandið Ísland er meiri. 
 
Fá ríki í heiminum eru jafn græn og Ísland. Nánast öll okkar orka kemur frá jarðhita eða fallvötnum sem er einstakt. Hafið í kringum landið er hreint og náttúran að stórum hluta ósnortin. Hér notum við hvorki vaxtarhvetjandi hormóna né sýklalyf í landbúnaði og eiturefnanotkun er lítil. Okkur hefur lánast að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti. Samkvæmt umhverfisvísitölu sem Yale háskóli gefur út erum við í öðru sæti yfir umhverfisvænstu þjóðir heims.
 
Ímynd hreinleika skilar tekjum
 
Einföld greining á styrkleikum og tækifærum sýnir okkur að skynsamlegt er að vinna áfram með þessa stöðu og verða ennþá umhverfisvænni. Út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar er því skynsamlegt að allir Íslendingar og öll íslensk fyrirtæki stefni að því að verða eins græn og mögulegt er. Það mun einfaldlega skila fleiri krónum í kassann og fleiri störfum um allt land. Á okkar dögum eru umhverfismál því efnahags- og atvinnumál. 
 
Það njóta allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum í formi betri árangurs í útflutningi og meiri verðmætasköpunar. Við slíkar aðstæður er hins vegar alltaf hætta á því að til verði fríþegavandamál. Einstaka aðilar reyni að spara sér vinnu og útgjöld í umhverfismálum en njóti ávaxtanna á við alla aðra. Flestir eru sammála um að hið opinbera grípi inn í við slíkar aðstæður. 
 
Fordæmi grannþjóðanna
 
Auðvelt er að færa rök fyrir því að hinu opinbera beri að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinni náttúru og jákvæðri ímynd Íslands. Þetta gera nágrannaþjóðir okkar og bæði Svíar og Norðmenn lýst því yfir að ríkin verði kolefnishlutlaus fyrir 2050. Hið sama eigum við Íslendingar að gera. 
 
Líklega er ekkert vestrænt ríki sem þarf að taka jafn fá og lítil skref til að verða kolefnishlutlaust ríki eins og Ísland. Við getum bæði dregið úr losun og aukið bindingu. Yfirlýsing og raunsæ áætlun um kolefnishlutleysi myndi styrkja ímynd lands og þjóðar og vekja mikla athygli um allan heim. Við eigum ennþá möguleika á því að verða á undan nágrönnum okkar til að ná þessu takmarki. 
 
Allt bendir til þess að mikill vilji sé hjá atvinnulífinu til að taka þátt í þessu verkefni. Að geta selt sjálfbæran fisk eða kjöt frá kolefnishlutlausu landi mun skila sér í beinhörðum peningum til okkar allra. Að ekki sé nú talað um öll þau tækifæri sem þetta opnar ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Kolefnisjafnað Ísland á að vera eitt helsta forgangsmál okkar allra. 
 
Svavar Halldórsson
Framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.

Skylt efni: kolefnisjöfnun

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f