Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Líf og starf 18. janúar 2024

Knútur Rafn og Reynir Pétur sæmdir fálkaorðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Forseti Íslands sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag.

Að þessu sinni voru tveir í þeim hópi sem tengja má við íslenskan landbúnað. Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima, var sæmdur riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingar. Friðheimar eru fjölskyldufyrirtæki þar sem stunduð er ylrækt á grænmeti, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum, fékk riddarakross fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann hefur lengi starfað við garðyrkjustöðina Sunnu sem er starfrækt á Sólheimum. Hann er meðal annars kunnur fyrir að hafa gengið hringveginn í kringum landið sumarið 1985 í þeim tilgangi að safna fjármagni til að hægt yrði að byggja íþróttahús á Sólheimum.

Knútur Rafn Ármann framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...