Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Andreas Jacobsen, Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Andreas Jacobsen, Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins.
Mynd / Golli
Fréttir 19. júní 2020

Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían fá 40 milljóna króna styrk

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, samdi í dag við Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían um 40 milljóna króna fjárframlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu.

Í samningnum er kveðið á um að framlagið greiðist á tveimur árum.  

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er haft eftir Kristjáni Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að íslenskir matreiðslumeistarar hafi verið óþreytandi í að kynna gæði íslensks hráefnis á erlendri grundu og hafa verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. 

„Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun,“ segir Kristján Þór.

„Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum. Klúbbur matreiðslumanna og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefnim,“ segir í tilkynningunni.

Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, segir af sama tilefni:

„Þetta er stór áfangi fyrir íslenska keppnismatreiðslu og mun skapa betra starfsumhverfi fyrir hana, íslenska kokkalandsliðið og Íslensku Bocuse d´Or Akademíuna. Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...