Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kleinubakstur er ofur einfaldur og skemmtilegur að mati höfundar bókarinnar.
Kleinubakstur er ofur einfaldur og skemmtilegur að mati höfundar bókarinnar.
Líf&Starf 15. desember 2021

Kleinan lifir góðu lífi í íslensku samfélagi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Ég fékk þessa skrýtnu hugmynd að gefa út bók um kleinur fyrir þremur árum en á þeim tíma hafði ég sjálf aldrei steikt kleinur en var eins og flestir Íslendingar mikill aðdáandi kleina,“ segir Ingunn Þráinsdóttir, höfundur bókarinnar Bestu kleinur í heimi.

Ingunn Þráinsdóttir, myndlistarkona og grafískur hönnuður á Egils­stöðum, er höfundur bókarinnar um bestu kleinur í heimi.

Ingunn, sem er myndlistarkona og grafískur hönnuður á Egilsstöðum, hefur safnað kleinuuppskriftum um land allt og nú fyrir jólin er bók með öllum herlegheitunum væntanleg. Alls eru 57 uppskriftir í bókinni, gott sýnishorn af heimagerðum íslenskum kleinum. Auk uppskriftanna, sem eru hver annarri girnilegri, er að finna í bókinni ýmsan skemmtilegan fróðleik um kleinur. Bókin verður prentuð í Héraðsprenti á Egilsstöðum.

Kleinur úr eldhúsi mömmu og ömmu gleymast seint

Ingunn segir að kleinan lifi góðu lífi í íslensku samfélagi og í flestum matvöruverslunum sé hægt að næla sér í poka af fjöldaframleiddum kleinum, auk þess sem bakarar um land allt bjóði upp á ágætiskleinur. „Þrátt fyrir að framboðið sé ágætt þá gleymast seint kleinurnar sem urðu til í eldhúsinu hjá mömmu og ömmu,“ segir Ingunn.
„Það eru til alls konar uppskriftir og sérviskur ef þannig má komast að orði. Þannig að ég ákvað að auglýsa eftir uppskriftum og það stóð ekki á svörum, fólk um land allt deildi með mér uppskriftum, sögum, bröndurum, samfélagsmiðlaskilaboðum og myndum. Það var algjörlega yndis­leg upplifun að sjá áhugann og ástríðuna,“ segir hún og bætir við að hver og ein uppskrift hafi að sjálfsögðu verið talin besta uppskrift að kleinum sem til er.

Uppáhaldið með Royal karamellubúðingi

Í bókinni má einnig finna ýmislegt um sögu kleinunnar, aðferð og áhöld. „Eftir að vinnuferli bókarinnar hófst tók ég mig til við að prófa að steikja kleinur en hef reyndar ekki enn prófað allar uppskriftir sem finna má í bókinni, en uppáhaldsuppskriftin er líklega þessi með Royal karamellubúðingnum,“ segir Ingunn.
Hún segir kleinubakstur ofur einfaldan og skemmtilegan, „ég tala nú ekki um þegar börnin á heimilinu taka þátt, spennan við að smakka nýsteiktar kleinur er alltaf jafnmikil og eins gott að hafa ískalt mjólkurglasið klárt á kantinum.“
/MÞÞ

Skylt efni: kleinur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...