Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Klaustursel
Bóndinn 15. desember 2016

Klaustursel

Fyrri hluta árs 2014 tók Marteinn við búinu af foreldrum sínum, Aðalsteini Jónssyni og Ólavíu Sigmarsdóttur. Þau fluttu sig neðar í dalinn og reka þar ferðaþjónustuna Á hreindýraslóðum. En faðir Marteins hefur alltaf verið með annan fótinn á Klausturseli. Í janúar 2016 flutti Jenný í Klaustursel.
 
Um haustið 2014 voru byggð ný fjárhús sem rúma tæp 400 fjár við hliðina á þeim gömlu, gaflagrindahús á taði. Það tókst að loka þeim fyrir veturinn en síðan var innréttað inn í þau um veturinn. 
 
Gömlu fjárhúsin voru byggð í kringum 1960 en voru síðan endurbætt smám saman fyrir okkar tíð og rúma tæpar 320 kindur.
 
Býli: Klaustursel.
 
Staðsett í sveit: Jökuldal, Fljótsdalshéraði. 
 
Ábúendur: Marteinn Óli Aðalsteinsson og Jenný Hekla Örvar.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum eina dóttur, Sesselju Margréti. Við eigum einn hvolp og Jenný á sauðinn Blóma. 
 
Stærð jarðar?  Jörðin er tæpir 11 þúsund hektarar.
 
Gerð bús? Við erum eingöngu með sauðfé.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 509 ær, 111 gemlinga og nokkra hrúta.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Þessa dagana er fénu gefið morgna og kvölds, sæðingar búnar og hrútar komnir í, þá er fylgst með hvort ekki sé allt í lagi.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Marteini finnst jarðvinnsla skemmtilegust, en þegar það fer að vetra og snjóa þá er tilgangslausasta vinnan að moka snjó. Jenný elskar sauðburðinn mest, eins og er þá er hún ekki búin að finna neitt leiðinlegt við bústörfin. Dóttir okkar elskar að vera í návist við dýrin.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Síðastliðin ár hefur verið sóttur heyskapur annað. Við sjáum fyrir okkur með aukinni ræktun og fjölgun túna að það verði heyjað eingöngu á heimalandi eftir 5 ár. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál skipta miklu máli.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Íslenskum landbúnaði á eftir að vegna vel í framtíðinni, því það sem við framleiðum hér er einstakt og gott.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Við sjáum svo sem ekki af hverju við eigum að vera að flytja út íslenskar búvörur. Frekar  ætti að markaðssetja þetta betur hér. Varðandi lambakjötið þá þarf að koma því meira inn á íslenska veitingastaði og gera það vel til að geta selt þessum milljón ferðamönnum sem koma hingað til landsins.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Rollukjöt og kjúklingur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar nýju fjárhúsin voru byggð vorum við með hreindýrskálf sem elti okkur um allt og át naglapakkana.

3 myndir:

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...