Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Karvel L. Karvelsson.
Karvel L. Karvelsson.
Fréttir 15. ágúst 2016

Karvel í leyfi og Vignir tekur við

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hefur samþykkt að veita Karvel L. Karvelssyni, framkvæmdastjóra RML, launalaust leyfi til eins árs. 
 
Vignir Sigurðsson, fjármálastjóri RML, mun taka við stöðu Karvels á meðan. 
Að sögn Karvels mun hann taka sumarfrí mestan part septembermánaðar og fara að svo búnu í leyfi frá 1. október næstkomandi. 
 
Vignir mun taka við framkvæmdastjórastöðunni frá 1. september. 
 
Karvel segir að ástæða þess að hann er á leið í leyfi sé sú að hann er að fara að koma af stað verslun í félagi við annan mann á Akranesi.  
 
Ekki ráðið í stað Vignis
 
Hann segir að ekki sé áformað að ráða nýjan fjármálastjóra í stað Vignis, heldur verði verkefni færð til.
Karvel hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra RML frá stofnun árið 2013. RML er einkahlutafélag í eigu Bændasamtaka Íslands og eru starfsmenn um 50. 
Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...