Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Karvel L. Karvelsson.
Karvel L. Karvelsson.
Fréttir 15. ágúst 2016

Karvel í leyfi og Vignir tekur við

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hefur samþykkt að veita Karvel L. Karvelssyni, framkvæmdastjóra RML, launalaust leyfi til eins árs. 
 
Vignir Sigurðsson, fjármálastjóri RML, mun taka við stöðu Karvels á meðan. 
Að sögn Karvels mun hann taka sumarfrí mestan part septembermánaðar og fara að svo búnu í leyfi frá 1. október næstkomandi. 
 
Vignir mun taka við framkvæmdastjórastöðunni frá 1. september. 
 
Karvel segir að ástæða þess að hann er á leið í leyfi sé sú að hann er að fara að koma af stað verslun í félagi við annan mann á Akranesi.  
 
Ekki ráðið í stað Vignis
 
Hann segir að ekki sé áformað að ráða nýjan fjármálastjóra í stað Vignis, heldur verði verkefni færð til.
Karvel hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra RML frá stofnun árið 2013. RML er einkahlutafélag í eigu Bændasamtaka Íslands og eru starfsmenn um 50. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...