Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Pipruð nautasteik með pönnusósu og ristuðum jarðskokkum
Pipruð nautasteik með pönnusósu og ristuðum jarðskokkum
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 9. október 2015

Kartöflur, kjöt og kökur klikka aldrei

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Nú er síðasti séns að bjarga haust-upp-skerunni í hús þar sem haust-lægðirnar stefna á landið. Margir eru með tilraunarækt á ýmsu grænmeti og fá góða uppskeru. Hægt er að fá fjölbreytt fræ í garðyrkjuverslunum og með æfingunni er hægt að ná góðum tökum á ræktuninni og fá viðunandi uppskeru. 

Marglitt grænmeti og rótargrænmeti þekkist víða á Norðurlöndunum, t.d. jarðskokkar, steinseljurót og nípur. Það gefur salatinu og lífinu lit. Ef ræktunaráhuginn er ekki fyrir hendi á heimilinu fást þessar grænmetistegundir í öllum betri matvöruverslunum. Sólheimar í Grímsnesi hafa boðið til sölu marglita tómata sem hafa slegið í gegn.

 

Nýjar kartöflur og laukur í eldföstu fati 

 • 16 stk. hnetukartöflur eða nýjar
 • íslensk­ar, skornar í tvennt.
 • 12 stk. perlulaukur, skrældur
 • 375 ml (1½ bolli) kjúklingasoð (vatn og kraftur)
 • 30 g (2 msk.) smjör
 • 15 ml (1 msk.) hunang
 • 1 sítróna, börkur og safi
 • 2 msk. hökkuð steinselja
 • salt og pipar

Aðferð

Sameinið öll innihaldsefni nema steinselju í pott. Bætið við salti og pipar.

Komið upp suðu. Setjið lok á pottinn (fatið) og látið malla um 10 mínútur. Fjarlægið lokið. Haldið áfram að elda þar til kartöflurnar er mjúkar í miðju og soðið farið að þykkna. Skreytið með steinselju eða öðru grænu kryddi, spínati eða grænkáli og smakkið til með salti og pipar. Framreiðið í  eldföstu fati.

Pipruð nautasteik með pönnusósu og ristuðum jarðskokkum

 • 1 nautapiparsteik, skorin í um 200 g á mann
 • 2 tsk. mulinn svartur pipar
 • 50 g af smjöri
 • salt og pipar
 • 2 dl rauðvín
 • pönnusósa
 • 300 g rifsber
 • 2 perur
 • 1 laukur
 • 1 hvítlauksrif
 • ½ tsk. mulinn kanill
 • 2 msk. rifsberjahlaup
 • 1 msk. hunang
 • 2 dl rauðvín
 • 5 dl nautakraftur
 • smá smjör
 • 500 g af Jerúsalem ætiþistlar eða jarðskokkum (má skipta út fyrir ­
 • kartöfl­ur)
 • ólífuolía
 • hökkuð steinselja

Aðferð

Nuddið kjötið með salti og vel af pipar. Brúnið kjötið á pönnu setjið svo í ofninn á 180°C í um 10 mínútur. Takið út og leyfið að hvíla fyrir framreiðslu. Snúið niður hitann í 160°C fyrir upphitun. 

Hellið rauðvíni í pönnuna sem kjötið var brúnað í. Perur og laukur er skorinn í bita og steikt í smjöri með kanil. Bætið berjum og sultu í og eldið í um 5 mínútur. Þá er blandan sigtuð og kryddað með salti og pipar og rauðvíninu. Hrærið í klípu af  smjöri í sósuna rétt áður en bera á fram. 

Jerúsalem ætiþistlana er best að meðhöndla eins og kartöflur og hreinsa með grænmetisbursta. Ef þeir eru tiltölulega ferskir er ekki nauðsynlegt að afhýða þá. Skerið í  grófar sneiðar og steikið þá léttgullna í olíu. Kryddið með salti og pipar og skreytið með steinselju. Hitið kjötið, skerið í sneiðar og raðið á fat. Berið fram með sósu og ætiþistlum. Skreytið með hráum sneiðum af röndóttum rófum (candy stripe).

Súkkulaðismákökur

 • 220 g smjör
 • 200 g púðursykur  
 • 180 g sykur 
 • 15 g salt
 • 5 g  lyftiduft 
 • 20 g vanilludropar
 • 2 heil (100g) egg 
 • 400 g  hveiti 
 • 300 g mjólkursúkkulaði, 40%, hakkað (eða 2 plötur dökkt súkkulaði, t.d. íslenskt hágæða Omnom súkkulaði)

Aðferð

Í hrærivélaskál með spaða, sameinið smjör, púðursykur, sykur, lyftiduft og salt.  

Blandað á meðalhraða í tvær mínútur.

Aukið hraðann í tvær mínútur til viðbótar. Skafið niður hliðar. Deigið ætti að vera fölgulbrúnt á lit með þeyttri áferð. Þá er tími til að bæta vanilludropum út í.

Bætið eggjum við, eitt og eitt í einu saman við smjörblönduna.

Aukið hraðann og blandið í aðra mínútu eða svo eða þar til eggin eru að fullu samfelld við deigið.

Bætið í  hökkuðu súkkulaði og hveiti í blönduna. Blandið þar til allt hveiti er samfellt. Hitið ofninn í 180°C.  Setjið smjörpappír á bakka og smákökurnar á hann. Gott að láta hvíla í að minnsta kosti 15 mínútur. (Hægt er að þrífa eldhúsið í millitíðinni!)

Bakið kökur í 13 til 14 mínútur við 180°C.

Látið hvíla í um 10 mínútur eða svo. Gæti verið erfitt en áferðin mun breytast og kökurnar harðna þegar þær kólna. Köld mjólk er skyldudrykkur með súkkulaðismákökunum.

3 myndir:

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Áform um vindorkugarð í Garpsdal
Fréttir 9. júlí 2024

Áform um vindorkugarð í Garpsdal

EM Orka hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna vindorkugarðs í Garpsdal í Re...