Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Pipruð nautasteik með pönnusósu og ristuðum jarðskokkum
Pipruð nautasteik með pönnusósu og ristuðum jarðskokkum
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 9. október 2015

Kartöflur, kjöt og kökur klikka aldrei

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Nú er síðasti séns að bjarga haust-upp-skerunni í hús þar sem haust-lægðirnar stefna á landið. Margir eru með tilraunarækt á ýmsu grænmeti og fá góða uppskeru. Hægt er að fá fjölbreytt fræ í garðyrkjuverslunum og með æfingunni er hægt að ná góðum tökum á ræktuninni og fá viðunandi uppskeru. 

Marglitt grænmeti og rótargrænmeti þekkist víða á Norðurlöndunum, t.d. jarðskokkar, steinseljurót og nípur. Það gefur salatinu og lífinu lit. Ef ræktunaráhuginn er ekki fyrir hendi á heimilinu fást þessar grænmetistegundir í öllum betri matvöruverslunum. Sólheimar í Grímsnesi hafa boðið til sölu marglita tómata sem hafa slegið í gegn.

 

Nýjar kartöflur og laukur í eldföstu fati 

  • 16 stk. hnetukartöflur eða nýjar
  • íslensk­ar, skornar í tvennt.
  • 12 stk. perlulaukur, skrældur
  • 375 ml (1½ bolli) kjúklingasoð (vatn og kraftur)
  • 30 g (2 msk.) smjör
  • 15 ml (1 msk.) hunang
  • 1 sítróna, börkur og safi
  • 2 msk. hökkuð steinselja
  • salt og pipar

Aðferð

Sameinið öll innihaldsefni nema steinselju í pott. Bætið við salti og pipar.

Komið upp suðu. Setjið lok á pottinn (fatið) og látið malla um 10 mínútur. Fjarlægið lokið. Haldið áfram að elda þar til kartöflurnar er mjúkar í miðju og soðið farið að þykkna. Skreytið með steinselju eða öðru grænu kryddi, spínati eða grænkáli og smakkið til með salti og pipar. Framreiðið í  eldföstu fati.

Pipruð nautasteik með pönnusósu og ristuðum jarðskokkum

  • 1 nautapiparsteik, skorin í um 200 g á mann
  • 2 tsk. mulinn svartur pipar
  • 50 g af smjöri
  • salt og pipar
  • 2 dl rauðvín
  • pönnusósa
  • 300 g rifsber
  • 2 perur
  • 1 laukur
  • 1 hvítlauksrif
  • ½ tsk. mulinn kanill
  • 2 msk. rifsberjahlaup
  • 1 msk. hunang
  • 2 dl rauðvín
  • 5 dl nautakraftur
  • smá smjör
  • 500 g af Jerúsalem ætiþistlar eða jarðskokkum (má skipta út fyrir ­
  • kartöfl­ur)
  • ólífuolía
  • hökkuð steinselja

Aðferð

Nuddið kjötið með salti og vel af pipar. Brúnið kjötið á pönnu setjið svo í ofninn á 180°C í um 10 mínútur. Takið út og leyfið að hvíla fyrir framreiðslu. Snúið niður hitann í 160°C fyrir upphitun. 

Hellið rauðvíni í pönnuna sem kjötið var brúnað í. Perur og laukur er skorinn í bita og steikt í smjöri með kanil. Bætið berjum og sultu í og eldið í um 5 mínútur. Þá er blandan sigtuð og kryddað með salti og pipar og rauðvíninu. Hrærið í klípu af  smjöri í sósuna rétt áður en bera á fram. 

Jerúsalem ætiþistlana er best að meðhöndla eins og kartöflur og hreinsa með grænmetisbursta. Ef þeir eru tiltölulega ferskir er ekki nauðsynlegt að afhýða þá. Skerið í  grófar sneiðar og steikið þá léttgullna í olíu. Kryddið með salti og pipar og skreytið með steinselju. Hitið kjötið, skerið í sneiðar og raðið á fat. Berið fram með sósu og ætiþistlum. Skreytið með hráum sneiðum af röndóttum rófum (candy stripe).

Súkkulaðismákökur

  • 220 g smjör
  • 200 g púðursykur  
  • 180 g sykur 
  • 15 g salt
  • 5 g  lyftiduft 
  • 20 g vanilludropar
  • 2 heil (100g) egg 
  • 400 g  hveiti 
  • 300 g mjólkursúkkulaði, 40%, hakkað (eða 2 plötur dökkt súkkulaði, t.d. íslenskt hágæða Omnom súkkulaði)

Aðferð

Í hrærivélaskál með spaða, sameinið smjör, púðursykur, sykur, lyftiduft og salt.  

Blandað á meðalhraða í tvær mínútur.

Aukið hraðann í tvær mínútur til viðbótar. Skafið niður hliðar. Deigið ætti að vera fölgulbrúnt á lit með þeyttri áferð. Þá er tími til að bæta vanilludropum út í.

Bætið eggjum við, eitt og eitt í einu saman við smjörblönduna.

Aukið hraðann og blandið í aðra mínútu eða svo eða þar til eggin eru að fullu samfelld við deigið.

Bætið í  hökkuðu súkkulaði og hveiti í blönduna. Blandið þar til allt hveiti er samfellt. Hitið ofninn í 180°C.  Setjið smjörpappír á bakka og smákökurnar á hann. Gott að láta hvíla í að minnsta kosti 15 mínútur. (Hægt er að þrífa eldhúsið í millitíðinni!)

Bakið kökur í 13 til 14 mínútur við 180°C.

Látið hvíla í um 10 mínútur eða svo. Gæti verið erfitt en áferðin mun breytast og kökurnar harðna þegar þær kólna. Köld mjólk er skyldudrykkur með súkkulaðismákökunum.

3 myndir:

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...