Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kanínumánagull til að hreinsa loftið
Fréttir 5. febrúar 2019

Kanínumánagull til að hreinsa loftið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Það hefur lengi verið vitað að pottaplöntur á heimilum hreinsa loftið af alls kyns óæskilegum lofttegundum. Nýverið splæstu erfðafræðingar geni úr kanínu í mánagull til að auka hreinsunargetu plöntunnar.

Ýmsar misæskilegar og mengandi lofttegundir geta borist inn á heimili okkar. Lofttegundirnar geta borist utan að eða átt uppsprettu sína innandyra vegna eldunar, reykinga, efna sem geymd eru á heimilinu eða komið frá húsgögnum og munum sem geymdir eru á heimilinu.

Ásamt því að lofta út eru pottaplöntur á heimilum besta leiðin til að hreinsa loftið. Þrátt fyrir að pottaplöntur sé afkastamiklar loftsíur má alltaf gott bæta og gera enn betra.

Erfðafræðingum hefur tekist að splæsa geni, CYP2E1, úr kanínu saman við gen mánagulls og aukið þannig getu plöntunnar til að hreinsa loftið.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...