Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jólasveinninn fastur í skorsteininum
Skoðun 24. desember 2015

Jólasveinninn fastur í skorsteininum

Höfundur: vilmundur Hansen

Aðstandendur stórrar verslunarmiðstöðvar í Tókýó, Seúl eða Peking, það skiptir reyndar ekki máli hvar, tóku sig til og létu hanna fyrir sig margra metra háan kross.

Í stað Krists þótti þeim viðeigandi að setja brosandi jólasvein á krossinn og hengja hann upp til að geðjast vestrænum viðskiptavinum sínum á aðventunni.

Sagan um krossfesta jólasveininn hefur nokkrum sinnum birst í fjölmiðlum. Hún var birt í The Economist, Los Angeles Times og The Independent árið 1993. Árið 1995 var sagan í The Washington Post, Christianity Today birti hana árið 1996 og fyrir skömmu var sagt frá krossfesta jólasveininum í fréttatíma í sjónvarpinu í Svíþjóð.

Að sögn kunnugra ganga Japanir allra þjóða lengst í að markaðssetja jólin. Þar í landi er algeng sjón í desember að sjá ungar konur í nunnubúningum syngja auglýsingar við vestræn jólalög og að fólk sendi jólakort sem sýna Maríu mey lyfta sér til flugs á kústi, umkringda jólaálfum sem hafa flösku af saki sér við munn. Um jólin er einnig algengt að ungir elskendur leigi sér hótelherbergi sem búið er að skreyta með jólaskrauti og stóru jólatré. Þegar elskendurnir koma á hótelið fylgir jólasveinninn þeim upp á herbergi og þar eiga gestirnir girndarstund við undirleik vinsælla jólalaga.

Fyrir allmörgum árum var sagt frá því í íslenskum fjölmiðlum að ungur maður hefði fest í reykháf í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Maðurinn mun hafa verið við skál og ætlað að komast inn heima hjá sér í gegnum reykháfinn þar sem hann hafði týnt lyklunum. Sem betur fer heyrðu íbúar hússins hróp frá manninum og var honum bjargað úr prísundinni. Uppátækið vakti að vonum athygli og mikið var hlegið að óförum mannsins enda ekki skrýtið því sagan er bráðfyndin fyrst ekki fór verr.

Víða erlendis er sagt að jólasveinninn komi með gjafirnar niður um skorsteininn og á hverju ári spretta upp sögur sem segja frá ólánsömum jólasveinum sem festa sig í skorsteininum.

Ein útgáfa af sögunni segir frá manni sem ætlar að koma fjölskyldu sinni á óvart með því að klæða sig upp í jólasveinabúning og koma niður um reykháfinn á jóladag. Fjölskyldan átti ekki von manninum heim um jólin vegna þess að hann hafði sagst þurfa að sinna viðskiptaerindum og fór hún því í heimsókn til vinafólks. Tilraun mannsins til að fara niður reykháfinn fór algerlega út um þúfur, hann festist og eftir nokkurra klukkutíma brölt og hróp kafnaði hann. Þegar fjölskyldan kom heim seinni part jóladags grunaði hana að sjálfsögðu ekki neitt og þegar líða tók á kvöldið var ákveðið að kveikja upp í arninum.
Í annarri útgáfu sögunnar er sagt frá manni sem hverfur um jólin. Maðurinn fannst í reykháfnum um áramót þegar fjölskyldan rann á lyktina, hann var í jólasveinabúningi og með gjafapoka á bakinu.
Höfundar dægurlagatexta hafa einnig tekið söguna upp á sína arma því Ella Fitzgerald gerði lagið Santa Claus Got Stuck in My Chimney vinsælt á sínum tíma og Gisele MacKenzie söng Santa is Too Fat for the Chimney.

Skylt efni: Jól | jólasveinar

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...