Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Já, þannig er það
Skoðun 5. desember 2014

Já, þannig er það

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það var athyglisverð finnsk heimildarmynd um markað með lifandi grísi og svínakjöt í Sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið. Þar kom fjölmargt fram sem vekur upp efasemdir um ágæti óhefts innflutnings á slíku kjöti til Íslands. 

Í þættinum kom berlega fram á hvers konar villigötum umræðan um óheftan innflutning á kjöti til Íslands hefur verið. Hér hafa hagsmunaöfl í verslun verið í fararbroddi í umræðunni um óheftan innflutning, m.a. á hráu kjöti. Í þeirri umræðu hefur margoft komið fram að ekkert þurfi að óttast því regluverkið í ríkjum ESB sé svo frábært. Þar fari ekkert fram hjá eftirlitsstofnunum. Því sé kjötmeti allt upprunamerkt og allt sem þar er boðið til sölu sé fullkomlega öruggt.

Ef marka má heimildarmyndina er þessu alls ekki svo farið. Þar kom greinilega fram í viðtölum við svínabændur og aðra er stunda viðskipti með grísi og svínakjöt að upprunamerkingar eru í algjörum ólestri. Reyndar var gengið svo langt að fullyrða að vonlaust væri að segja til um hvaðan kjöt sem t.d. kemur frá kjötafurðastöðvum í Póllandi sé upprunnið, þrátt fyrir alla opinbera stimpla. Þangað eru nefnilega fluttir grísir til áframeldis frá fjölmörgum löndum, eins og Danmörku, Finnlandi, Hollandi og Austur-Evrópulöndum. Nær ógjörningur virðist vera að halda utan um ferlið.  

Þá kom fram í máli finnskra bænda að notkun fúkkalyfja í þessari framleiðslu fer stöðugt vaxandi í Evrópu. Kom fram að Finnar hafi verið betri en margar aðrar þjóðir í þessum efnum, en þar aukist lyfjanotkunin hröðum skrefum. Sama á við varðandi Danmörku og fleiri lönd. Þetta gerist þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld um allan heim tali um sýklalyfjanotkunina í dýraeldi og neyslu á afurðum þessara dýra, sem eina mestu heilbrigðisógn samtímans. Ástæðan er stóraukning á sýklalyfjaónæmi. 

Þá var líka varpað fram spurningu um af hverju Finnar hættu ekki svínaframleiðslu þar sem hægt væri að fá kjötið miklu ódýrara frá öðrum suðlægari löndum: Svarið var skýrt. Það kæmi ekki til greina að fórna fæðuöryggi Finna með slíkri aðgerð. Bent var á alvarlegar afleiðingar af slíku og að ef þetta yrði gert myndi innflutt svínakjöt snarhækka í verði. 

Þá kom líka fram í myndinni að Danir eru langt komnir með að eyðileggja sín sláturhús og kjötiðnað með skefjalausum útflutningi á lifandi grísum. Hafa þarlend stjórnvöld orðið miklar áhyggjur af málinu.  

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...