Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Já, þannig er það
Skoðun 5. desember 2014

Já, þannig er það

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það var athyglisverð finnsk heimildarmynd um markað með lifandi grísi og svínakjöt í Sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið. Þar kom fjölmargt fram sem vekur upp efasemdir um ágæti óhefts innflutnings á slíku kjöti til Íslands. 

Í þættinum kom berlega fram á hvers konar villigötum umræðan um óheftan innflutning á kjöti til Íslands hefur verið. Hér hafa hagsmunaöfl í verslun verið í fararbroddi í umræðunni um óheftan innflutning, m.a. á hráu kjöti. Í þeirri umræðu hefur margoft komið fram að ekkert þurfi að óttast því regluverkið í ríkjum ESB sé svo frábært. Þar fari ekkert fram hjá eftirlitsstofnunum. Því sé kjötmeti allt upprunamerkt og allt sem þar er boðið til sölu sé fullkomlega öruggt.

Ef marka má heimildarmyndina er þessu alls ekki svo farið. Þar kom greinilega fram í viðtölum við svínabændur og aðra er stunda viðskipti með grísi og svínakjöt að upprunamerkingar eru í algjörum ólestri. Reyndar var gengið svo langt að fullyrða að vonlaust væri að segja til um hvaðan kjöt sem t.d. kemur frá kjötafurðastöðvum í Póllandi sé upprunnið, þrátt fyrir alla opinbera stimpla. Þangað eru nefnilega fluttir grísir til áframeldis frá fjölmörgum löndum, eins og Danmörku, Finnlandi, Hollandi og Austur-Evrópulöndum. Nær ógjörningur virðist vera að halda utan um ferlið.  

Þá kom fram í máli finnskra bænda að notkun fúkkalyfja í þessari framleiðslu fer stöðugt vaxandi í Evrópu. Kom fram að Finnar hafi verið betri en margar aðrar þjóðir í þessum efnum, en þar aukist lyfjanotkunin hröðum skrefum. Sama á við varðandi Danmörku og fleiri lönd. Þetta gerist þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld um allan heim tali um sýklalyfjanotkunina í dýraeldi og neyslu á afurðum þessara dýra, sem eina mestu heilbrigðisógn samtímans. Ástæðan er stóraukning á sýklalyfjaónæmi. 

Þá var líka varpað fram spurningu um af hverju Finnar hættu ekki svínaframleiðslu þar sem hægt væri að fá kjötið miklu ódýrara frá öðrum suðlægari löndum: Svarið var skýrt. Það kæmi ekki til greina að fórna fæðuöryggi Finna með slíkri aðgerð. Bent var á alvarlegar afleiðingar af slíku og að ef þetta yrði gert myndi innflutt svínakjöt snarhækka í verði. 

Þá kom líka fram í myndinni að Danir eru langt komnir með að eyðileggja sín sláturhús og kjötiðnað með skefjalausum útflutningi á lifandi grísum. Hafa þarlend stjórnvöld orðið miklar áhyggjur af málinu.  

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...