Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ítalskar steikur og heimagerðar pitsur
Mynd / BKG
Matarkrókurinn 12. ágúst 2016

Ítalskar steikur og heimagerðar pitsur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
 
Hér er steik af ítölskum uppruna. Hefðbundið er að bera cannellinibaunir og sítrónubáta fram með henni. Íslenskar kartöflur eru hins vegar fullkomin viðbót við þennan rétt. Þá er alveg kjörið að pensla kjötið með rósmarínstilkum greinum og leyfa þeim svo að brenna á grillinu svo kjötið reykist með rósmarínreyknum. Það mætti líka setja greni á grillið.
 
 
T–bein- eða porterhouse-steikur
  • 1/4 bolli ólífuolía
  • Flögusalt og ferskur, malaður svartur pipar, eftir smekk
  • 2 rósmarínstilkir
  • Sítrónubátar
Aðferð
Hitið kola- eða gasgrillið. Slökkvið svo á brennaranum öðrum megin. Penslið steikur með olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið steikurnar á heitasta hluta grillsins, snúið bara einu sinni eftir 4–6 mínútur (fer eftir þykkt). Penslið steikurnar með olíu og notið rósmarínstilk sem pensil. Eldið eftir smekk. Meðaleldun fæst eftir 4–6 mínútur á grillinu eða þegar hitamælir sýnir 55 til 60 gráður. Flestir vilja steikina nálægt 60 gráðum. 
 
Ef fitan brennur er gott að reisa kjötið upp á rönd. Látið steikurnar hvíla í 5 mínútur og sneiðið kjötið svo á móti sinunum, meðfram beininu. 
 
Berið fram með sítrónubátum og góðu meðlæti; eins og soðnum nýjum kartöflum sem er búið að hita á grillinu í íslensku smjöri, hvítlauki og afgangi af söxuðu rósmarín.
 
Pitsudeig
(sem gæti breytt lífi þínu)
 
Já, þú getur búið til alvöru pitsu í eldhúsinu þínu. Mundu bara að Róm var ekki byggð á einum degi. Reyndar eru bestu pitsur í heimi gerðar rétt sunnan við Róm, í Napolí, með einföldu hráefni sem er fyrsta flokks. Æfingin skapar pitsumeistarann.
  • 415 g brauð hveiti
  • 9 g salt
  • 270 g vatn
  • 1,5 g þurrger
  • (50 g súrdeig fyrir þá sem eru í þeim hugleiðingum)
  • Ólífuolía, til að pensla með eftir þörfum 
Deigið dugar í þrjár litlar pitsur
 
Nú skulum við fara aðeins yfir deiggerðina og meðferð á geri.
 
Alltaf þegar þú virkjar ger, skiptir miklu hvert hitastigið er á vatninu. Ef vatnið er of heitt, mun það drepa gerið. Ef það er of kalt, þá er gerið miklu lengri tíma að virka. Fyrir þessa uppskrift eru 18 gráður ákjósanlegur hiti fyrir gerið að dafna í og breyta deiginu í loftkennda pitsu.
 
Að móta og teygja deigið er listgrein. Deigið verður fyrir áhrifum af því hvernig ferlið hefur verið.
Þú getur haldið deiginu í ísskáp í allt að þrjá daga.
  1. Blandið saman hveiti og salti
    Í meðalstóra skál, blanda brauðhveiti og salti vandlega saman.
  2. Blandið saman vatni og geri
    270 g vatn
    1,5 g þurrger
    Setjið vatn í hreina skál og hitið að 18 gráðum.
    Ger sett út í og hrærið varlega saman við vatnið.
  3. Bætið geri í hveitiblönduna og búið til haug
    Myndið dæld í miðju hveitihaugsins.
    Hellið vatni og geri ofan í dældina.
  4. Blandið saman með tréskeið þar til deigið  hefur myndast.
  5. Setjið deigkrók í hrærivélina og hnoðið deigið á meðalhraða í um sjö og hálfa mínútu – eða þar til deigið losnar frá hliðum skálarinnar.
  6. Mótið deigið
    Stráið hveiti á vinnusvæðið. Snúið deiginu og formið  í kúlu.
  7. Hefun og gerjun á súrdeigi
    Látið deigið hefast  í 5–8 klukkustundir undir filmu eða loki.
    Athugið hitastig í herberginu. Það ætti að vera í kringum 18 gráður. 
  8. Skipting á deiginu
    Ólífuolía, til að pensla eftir þörfum.
    Skiptið deiginu í 230 g skammta. Mótið hvern deigpart í kúlu.
    Hellið dropa af ólífuolíu á hverja kúlu og rúllið henni létt. Þetta hjálpar við að halda raka í deiginu.
  9. Hvíld
    Flytjið deigið í ísskápinn og setjið plastið yfir eða loftþétt lok.
  10. Látið hvíla yfir nótt í ísskáp.
  11. Ná stofuhita
    Takið deigið út og geymið í heitu herbergi í um 20 mínútur eða þar til deigið hefur náð stofuhita.
  12. Mótið í pitsu
    Hver baka ætti að vera um 36–40 cm.
  13. Bakið á pitsusteini á sem mestum hita.
Þeir sem eru metnaðarfullir geta gert eigin eldofn. Þá þarf að grisja eldivið og gera pitsur með íslensku eldsneyti. Mörg kennslumyndbönd eru aðgengileg á netinu og á YouTube. Gagnlegar leitarniðurstöður fást með leitarstrengnum „how to make stone pizza oven“.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f