Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Vera Weber situr Trymbil vom Heuberg sem er á leið til Tansaníu.
Vera Weber situr Trymbil vom Heuberg sem er á leið til Tansaníu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. febrúar 2025

Íslenskur hestur fer til Afríku

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Í mars á þessu ári verður fyrsta íslenska hestinum flogið til Tansaníu. Ekki er vitað til þess að hestur af íslensku kyni hafi áður farið til Afríku.

Vera Weber býr í Sviss og stundar þar hestamennsku. Síðasta sumar fékk hún í heimsókn til sín konu að nafni Saskia Rechsteiner sem féll algjörlega fyrir íslenska hestinum. Saskia býr ásamt fjölskyldu sinni í Tansaníu, í þjóðgarði mjög nærri Kilimanjaro, og er þar með stóran búgarð í um 800 m hæð yfir sjávarmáli. Saskia hafði mikinn áhuga á að fá að kaupa íslenska hesta og flytja þá til Tansaníu eftir að hafa prófað þá hjá Veru.

„Ég var örlítið skeptísk á það í upphafi, en ég þekkti ekki aðstæður þar í landi og var því óviss um hvort þær hentuðu íslenskum hestum. Saskia bauð mér til Tansaníu þar sem ég dvaldi í mánuð og eftir það varð ég fullviss um að íslenski hesturinn gæti vel þrifist á þessum framandi slóðum. Saskia og fjölskylda hennar eru nú þegar með hesta af öðrum kynjum og bjóða meðal annars upp á útreiðartúra fyrir ferðamenn í mjög fallegu landslagi,“ segir Vera en markmiðið er að flytja einn gelding til þeirra í mars á þessu ári.

Þá er vetur í Tansaníu og hitastigið í kringum fimmtán gráður en Vera telur það vera heppilegar aðstæður fyrir íslenskan hest. Ef allt gengur vel er stefnan að flytja fleiri íslensk hross til Tansaníu.

Samkvæmt Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestsins, eru rúmlega 300.000 íslensk hross skráð í yfir tuttugu löndum heimsins í þremur heimsálfum. Sú fjórða bætist nú við.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...