Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ræddi AMOC á COP30.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ræddi AMOC á COP30.
Mynd / Stjr.
Fréttir 24. nóvember 2025

Íslendingar ræða mögulegt hrun AMOC á COP30

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Íslands vakti athygli á mögulegu hruni AMOC í ávarpi á COP30.

„Breytingar á hafstraumum í kringum Ísland gætu haft afdrifarík áhrif og valdið umtalsverðri röskun á innviðum, hagkerfi, vistkerfum og lífskjörum almennings.“ Þetta sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í ávarpi á COP30. Hann beindi sjónum að loftslagsvendipunktum og þeirri alvarlegu hættu sem felist í hnignun eða hugsanlegu hruni veltihringrásar Atlantshafsins (AMOC). „Þessi vendipunktur gæti orðið á líftíma barna okkar,“ sagði hann einnig.

Ekki óumflýjanleg þróun

Ríkisstjórn Íslands hafi þegar brugðist við og nálgist málið sem þjóðaröryggisógn. Nýlegar vísindarannsóknir bendi til að hættan á verulegri röskun AMOC fari vaxandi ef ekki takist að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Ráðherra sagði góðu fréttirnar vera þær að þessi þróun sé ekki óumflýjanleg. Þær ákvarðanir sem teknar verði nú og aðgerðir sem gripið verði til í sameiningu skipti sköpum fyrir framtíðina.

„Við verðum að flýta fyrir samdrætti í losun, við verðum að fjárfesta og fjárfesta mikið, í nýrri tækni með nýjum möguleikum, allt frá ofurheitum jarðvarma til bindingar og jarðefnavinnslu CO2 ,“ sagði ráðherra enn fremur í ávarpi sínu.

Sérstakur AMOC-viðburður

Efna átti til sérstaks viðburðar að tilstuðlan ráðherra, um AMOC-veltihringrásina og mögulega hnignun hennar, í svokölluðum Cryosphere-skála, 20. nóvember, þar sem m.a. þýski haf- og loftslagsfræðingurinn dr. Stefan Rahmstrof, prófessor við Potsdamháskóla, hefði framsögu.

Á dagskrá ráðherra samhliða setu á COP30 voru tvíhliða fundir með ráðherrum annarra ríkja og leiðtogum alþjóðastofnana, m.a. umhverfisráðherra Finnlands, umhverfis- og orkuráðherra Ítalíu og loftslags- og orkumálaráðherra Nýja-Sjálands. Átti þar að leggja áherslu á mikilvægi samstarfs ríkja í loftslagsmálum, um hnignun veltihringrásarinnar, nýsköpun, föngun og förgun kolefnis og ofurheitan jarðhita.

Skylt efni: COP30

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...