Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Innflutningur á kjöti og nokkur orð um frystiskyldu
Mynd / smh
Skoðun 6. júlí 2017

Innflutningur á kjöti og nokkur orð um frystiskyldu

Höfundur: Eiríkur Blöndal Í stjórn Bændasamtaka Íslands ebl@bondi.is
Almennt er það talið jákvætt að tungumál þróist. Ýmislegt verður til þess að orð og orðasamhengi breyta um merkingu, atvik eða athafnir einstakra manna eða tækniþróun samfélaga. Þannig virðist t.d. orðið atvinnurekandi hafa tekið á sig nýja merkingu. 
 
Áður töldu margir að þetta væri einstaklingur eða fyrirtæki sem stuðlaði að atvinnu í sinni heimabyggð, þ.e. veitti mönnum atvinnu. Þessi fyrirtæki, atvinnurekendurnir, ræktu oft samfélagið af ábyrgð og festu. Nú virðist þessi merking vera að breytast. Til er félag sem er til heimilis í Húsi verslunarinnar og ber nafnið „Félag atvinnurekenda“ (FA). Samkvæmt greinargóðri heimasíðu félagsins þá er þetta félag hagsmunasamtök lítilla sem stórra fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Á heimasíðunni er líka að finna félagatal, sem er til fyrirmyndar. Nú skal ekki dregið í efa að allir þessir ágætu félagar, einstaklingar og fyrirtæki eru vissulega atvinnurekendur, en það eru fleiri sem reka atvinnuskapandi fyrirtæki í landinu, til dæmis bændur og afurðafyrirtæki þeirra. Eins og venja er á þessum árstíma hefur framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda nýtt gott aðgengi sitt að fjölmiðlum til að halda fram þeirri skoðun sinni að afnema skuli frystiskyldu á kjöti til manneldis og að íslensk stjórnvöld séu í hlutverki brotlegs aðila í þeim efnum.  Þetta virðist vera vinsælt efni og henta vel til að varpa umræðu dagsins frá kjarna málsins. Þrátt fyrir að margir hafi með málefnalegum hætti reynt að útskýra málið fyrir framkvæmdastjóra FA, jafnvel ár eftir ár, þá hefur það ekki borið árangur. Rökin fyrir frystiskyldunni þekkja lesendur Bændablaðsins mætavel, en það eru ekki síst eftirtalin atriði sem framkvæmdastjóri FA og fleiri virðast ekki átta sig á:
 
EES-samningurinn snýst ekki bara um skammtíma viðskiptahagsmuni, heldur fjölmarga aðra þætti sem eiga að vera til þess fallnir að vernda bæði neytendur og samfélög. Álitamál er ekki alltaf hægt að túlka skammtíma viðskiptahagsmunum í hag. 
 
Ísland er ekki aðili að sameiginlegum tryggingasjóðum sem eiga að bæta það tjón sem getur orðið vegna útbreiðslu búfjársjúkdóma eða sýklalyfjaónæmis. Kostnaður vegna sjúkdóma lendir því ekki á fjölþjóðlegum sjóðum, Félagi atvinnurekenda, eða öðrum fjársterkum, heldur á bændum og á íslenska ríkinu með einum eða öðrum hætti. 
 
Sé það þannig að einhverjir telji enn að frystiskyldan gangi gegn EES-samningnum og geta fengið löglærða menn til að túlka þá skoðun sína, þá er hlutverk ríkisins augljóst, það  að senda þegar í stað knésterka embættismenn til samninga í Brussel til að semja til ásættanlegrar niðurstöðu. Nægir hér að minna á að matvælalöggjöfin var alls ekki hluti af upprunalega EES-samningnum, heldur innleidd seinna, samkvæmt sérstöku samkomulagi. Sömuleiðis hefur ESB allar heimildir í sínum sáttmálum, m.a. Rómarsáttmálanum, til að haga samningum á þann veg sem skynsamlegt er í þessu tilviki. Til að útskýra þetta aðeins nánar þá má segja það sama aftur með öðrum orðum. Íslendingum bar engin skylda til samkvæmt EES-samningnum að taka upp matvælalöggjöf ESB, ekki frekar en þeim bar nokkur skylda til að gera ólánlegan samning um niðurfellingu tolla á ýmsum landbúnaðarvörum nú fyrir nokkrum misserum.  
 
Hitt er svo staðreynd að þessar ákvarðanir tóku stjórnvöld, hver á sínum tíma, og ríkið verður að axla ábyrgð á þeim. Það er þá huggun harmi gegn að megin tilgangur matvælalöggjafar ESB er að tryggja heilbrigði matvæla á efnahagssvæðinu. Hagsmunir einstakra innflytjenda í einstökum löndum eru þar ekki mikilvægir miðað við það meginmarkmið að tryggja heilbrigði fæðunnar.  Þess voru enda dæmi að löggjöfin var innleidd með strangari og meira íþyngjandi hætti fyrir íslenska bændur en ýtrasta þörf var á, einmitt vegna þessara megin markmiða.
 
Breytingar á neyslumynstri
 
Innkoma Costco á markað hérlendis er svo ef til vill jákvæð uppákoma ef horft er til umræðu um mat, gæði og matarverð og  virðist hafa jákvæð áhrif á álagningu fyrirtækja og afsláttarkjör til einstaklinga og fyrirtækja í landinu. Því miður fer mikið eldsneyti í að flytja mat yfir hafið, sérstaklega þann sem kemur með flugi, oft að innihaldi mestmegnis vatn. Vonandi fjölgar þeim sem vilja neyta staðbundinnar fæðu, og huga að umhverfisáhrifum neyslumynstursins. Það gæti opnað frekari tækifæri fyrir íslenskan landbúnað.
 
Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.