Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðrún Una Jónsdóttir með flotta bleikju.
Guðrún Una Jónsdóttir með flotta bleikju.
Í deiglunni 26. september 2018

Fátt betra en frábær dagur í gullfallegu umhverfi

Höfundur: Gunnar Bender
Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) hefur um árabil haft nokkrar silungsveiðiár á sínum snærum, ýmist á leigu eða í umboðssölu. Þessi veiðisvæði eru Hörgá, Ólafsfjarðará, Svarfaðardalsá og Hraunssvæðin í Laxá í Aðaldal. Við heyrðum aðeins í Guðrúnu Unu Jónsdóttur fyrir skömmu.
 
„Sala veiðileyfa hefur gengið vel í ár, bæði í forsölu til félagsmanna og í almennri sölu. Leyfin eru seld á söluvef Veiðitorgs sem hentar félaginu vel. Greinilegt er að menn eru farnir að sækja meira í silungsveiðileyfi en áður enda verðlagning á laxveiðileyfum há. Veiðina skrá veiðimenn í rafræna veiðibók á vef Veiðitorgs og SVAK, sem er gott fyrirkomulag sem gefur góðar upplýsingar.
 

Bleikjur komnar á land.
 
Bleikjuveiðin undanfarin ár hefur dalað hér norðan heiða eins og víðar. Hörgáin tók þó nokkurt stökk upp á við í fyrra með yfir 700 skráðum bleikjum. Það er þó bara svipur hjá sjón miðað við veiðitölur sem sáust fyrir nokkrum árum en þá fóru þær yfir þúsund. Hverju um er að kenna er ekki gott að segja en mér þykir þó líklegt að ofveiði og breytingar á loftslagi og sjávarhita hafi þar áhrif. 
 
Ég tel að við þurfum öflugri friðun á  aðal hrygningarsvæðum bleikjunnar, eins og gert hefur verið í Eyjafjarðará í nokkur ár, en hún hrundi algjörlega fyrir nokkrum árum en virðist vera að rétta úr kútnum sem er sannarlega gleðilegt. Þetta er undir veiðifélögum og veiðiréttarhöfum komið en það stendur ekki á okkur í SVAK að skoða einhvers konar friðunaraðgerðir á hrygningarsvæðum og setja kvóta á veiðina. Vonandi fara menn ekki í bleikjuveiði í dag til að fylla frystikistuna eins og áður tíðkaðist. Allt í lagi að taka nokkrar í soðið en stórbleikjan á alltaf að fá líf. Við þurfum að ganga varlega um náttúruna og bleikjuveiðin er þar ekki undanskilin. 
 
Silungsveiðin hjá okkur í ár er ekkert til að hrópa húrra fyrir ef rýnt er í rafrænu veiðibókina okkar en vonandi eiga menn eftir að færa inn aflatölur og svo er sumarið auðvitað ekki búið þó svo haustið sé verulega farið að minna á sig með hvítum fjallstoppum.
 
Sjálf er ég búin að heimsækja árnar okkar í sumar með misjöfnum árangri. Stundum fær maður bingó meðan aðrir dagar gefa minna  en það er það skemmtilega við bleikjuna, hún getur verið í brjáluðu tökustuði eða gefið manni langt nef. Ég fór nýlega í Hörgá svæði 4 b, sem er efsta svæðið í Hörgárdalnum, og hitti á vinkonu mína í tökustuði, 13 tökur á stuttum tíma og 11 bleikjum landað. Flestum var sleppt en tók þó 3 með mér heim í soðið. Frábær dagur í gullfallegu umhverfi og yndislegu veðri. Það er lífið,“ segir Guðrún Una í lokin.
 
Þegar keyrt var inn Eyjafjörðinn  fyrir skömmu  voru veiðimenn að reyna víða í Eyjafjarðaránni. En veiðin í henni hefur verið góð í sumar og veiðimaður var að landa fallegri bleikju inn á á svæði 4. Það var tignarleg sjón.
Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...