Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvernig gróffóður framleiðir þú
Fræðsluhornið 5. júní 2014

Hvernig gróffóður framleiðir þú

Höfundur: Berglind Ósk Óðinsdóttir

Gróffóður er mismunandi að gæðum eftir því hvar það er ræktað, hvaða tegundir eru notaðar, eftir sláttutíma og fl. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað gróffóðrið sem á að nota næsta vetur inniheldur af próteini, orku og steinefnum til þess að geta valið það viðbótarfóður sem passar best og gefur hagkvæmustu fóðrunina.

Kostnaður við efnagreiningu gróffóðurs borgar sig mjög fljótt þegar mögulegt er að finna þá fóðursamsetningu sem hentar hverju sinni – ef stefnt er að hagkvæmri fóðrun og hámarks afurðum. Þegar gripirnir fá úr fóðrinu öll þau næringarefni sem nauðsynleg eru til framleiðslu þýðir það einfaldlega meiri og betri framleiðsla og heilbrigðari dýr. Það er jafn óhagkvæmt að offóðra eins og það er að vanfóðra skepnurnar.

Hirðingarsýni eða verkuð sýni

Það er algengt að taka hirðingarsýni en þó eru sífellt fleiri sem velja að taka verkuð sýni. Hirðingarsýni gefa okkur upplýsingar um fóðrið þegar það er hirt af velli, en verkuð sýni gefa okkur upplýsingar um fóðrið eins og það er gefið. Það á ýmislegt eftir að gerast í verkuninni sem við náum ekki höndum yfir ef tekin eru hirðingarsýni, en þetta á sérstaklega við um votheysverkun og þegar rúllur eru með lægra þurrefnisinnihald en 50-60%.

Þegar tekin eru verkuð sýni þarf fóðrið að hafa legið í stæðu eða rúllu í 4-6 vikur. Því er mikilvægt að skipuleggja sýnatökuna strax þegar fóðrinu er keyrt heim. Þá er hægt að taka frá þær rúllur sem nota á í sýnatökuna og hafa til hliðar en það auðveldar allt aðgengi að þeim og minnkar príl í rúllustæðum. Þær eru svo gataðar að 4-6 vikum liðnum og gefnar í kjölfarið. Við sýnatökuna er gott að miða við að hafa a.m.k. 2-3 rúllur/bagga í hvert sýni og gott að miða við að senda eitt sýni úr hverri stæðu.

Hversu mörg sýni þarf að efnagreina?

Það er nauðsynlegt að senda inn sýni sem gefa sem besta yfirsýn yfir það fóður sem er til fóðrunar komandi vetur.
Það er ekki nauðsynlegt að taka sýni úr öllum túnum en góð regla er að senda sýni úr annars vegar fyrri slætti (hugsanlega flokka í nýræktir og gömul tún) og annað úr seinni slætti. Þá er rétt að senda verkað sýni úr grænfóðri og ef eitthvað sérstakt einkennir hluta fóðursins sem er til á bænum.

Hafðu samband

Ráðunautar RML geta hjálpað til við skipulag sýnatökunnar. Hafi bændur spurningar eða vangaveltur um hversu mörg sýni henti hverju sinni er auðvelt að taka upp símann eða senda tölvupóst á fóðurráðunaut sem kemur með góð ráð. Eins geta bændur pantað sýnatöku á heimasíðu RML.

Það er mjög til bóta ef búið er að skipuleggja sýnatökuna áður en rúllum er keyrt heim. Seinna í sumar fara ráðunautar um sveitir landsins og taka sýni hjá þeim sem þess hafa óskað og senda til efnagreininga hvort heldur sem er til Landbúnaðarháskólans eða BLGG í Hollandi, allt eftir því sem bóndinn óskar.
Upplýsingar um verð á sýnatöku og efnagreiningum eru að finna á heimasíðunni rml.is

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...