Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hreindýraveiðar fara rólega af stað en tíðin hefur verið ágæt og dýrin eru væn. Hér ganga hreindýr á Snæfellsöræfum.
Hreindýraveiðar fara rólega af stað en tíðin hefur verið ágæt og dýrin eru væn. Hér ganga hreindýr á Snæfellsöræfum.
Mynd / Ásmundur Máni
Fréttir 15. ágúst 2025

Hvatt til tarfaveiða í fyrra fallinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á milli 12 og 15% veiðikvóta hreindýra hefur nú verið nýttur. Veiðitímabil tarfa stendur til 15. september en kúa til 20. september.

Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur á stjórnunar- og verndarsviði Náttúruverndarstofnunar, segir veiðar ganga ágætlega. „Dýrin hafa haldið sig hátt til fjalla vegna hitanna sem verið hafa,“ útskýrir hann. Dýrin séu mjög væn eftir góða tíð í vor og sumar. Tarfar séu komnir lengra en oft áður í hornavexti og fitusöfnun.

Kvótinn sá minnsti í rúm 20 ár

Miðað við tölur frá fyrri hluta ágúst má ætla að veitt hafi verið upp í innan við 15% hreindýraveiðikvóta ársins, enn sem komið er. Svæði 6, þ.e. hluti Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps og Múlaþings, er eina svæðið þar sem um helmingur tarfa hefur þegar verið veiddur. Veiðitímabilinu er þó hvergi nærri lokið.

„Menn eru seinir af stað til veiða eins og áður. Flestir veiða eftir 20. ágúst og til loka. Að þessu sinni á að veiða fleiri tarfa en kýr sem er óvenjulegt og kvótinn sá minnsti í rúm 20 ár,“ segir Jóhann um ganginn í veiðunum.

Tarfar missa bragðgæði

Hann hvetur veiðimenn til að geyma ekki að veiða tarfana fram í september þar sem þeir gætu farið snemma í fengitímaundirbúning og verði þá ekki bragðgóðir.

Í ár má veiða allt að 665 hreindýr, 265 kýr og 400 tarfa. Sem fyrr er alls óheimilt að veiða kálfa. Á tímabilinu 1. nóvember til og með 20. nóvember eru veiðar á kúm heimilaðar á svæði níu skv. veiðileyfi og er það á Mýrum og í Suðursveit.

Í fyrra nam hreindýraveiðikvótinn 800 dýrum og var þá sá minnsti um margra ára skeið.

Skylt efni: hreindýraveiðar

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...