Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hreindýraveiðar fara rólega af stað en tíðin hefur verið ágæt og dýrin eru væn. Hér ganga hreindýr á Snæfellsöræfum.
Hreindýraveiðar fara rólega af stað en tíðin hefur verið ágæt og dýrin eru væn. Hér ganga hreindýr á Snæfellsöræfum.
Mynd / Ásmundur Máni
Fréttir 15. ágúst 2025

Hvatt til tarfaveiða í fyrra fallinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á milli 12 og 15% veiðikvóta hreindýra hefur nú verið nýttur. Veiðitímabil tarfa stendur til 15. september en kúa til 20. september.

Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur á stjórnunar- og verndarsviði Náttúruverndarstofnunar, segir veiðar ganga ágætlega. „Dýrin hafa haldið sig hátt til fjalla vegna hitanna sem verið hafa,“ útskýrir hann. Dýrin séu mjög væn eftir góða tíð í vor og sumar. Tarfar séu komnir lengra en oft áður í hornavexti og fitusöfnun.

Kvótinn sá minnsti í rúm 20 ár

Miðað við tölur frá fyrri hluta ágúst má ætla að veitt hafi verið upp í innan við 15% hreindýraveiðikvóta ársins, enn sem komið er. Svæði 6, þ.e. hluti Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps og Múlaþings, er eina svæðið þar sem um helmingur tarfa hefur þegar verið veiddur. Veiðitímabilinu er þó hvergi nærri lokið.

„Menn eru seinir af stað til veiða eins og áður. Flestir veiða eftir 20. ágúst og til loka. Að þessu sinni á að veiða fleiri tarfa en kýr sem er óvenjulegt og kvótinn sá minnsti í rúm 20 ár,“ segir Jóhann um ganginn í veiðunum.

Tarfar missa bragðgæði

Hann hvetur veiðimenn til að geyma ekki að veiða tarfana fram í september þar sem þeir gætu farið snemma í fengitímaundirbúning og verði þá ekki bragðgóðir.

Í ár má veiða allt að 665 hreindýr, 265 kýr og 400 tarfa. Sem fyrr er alls óheimilt að veiða kálfa. Á tímabilinu 1. nóvember til og með 20. nóvember eru veiðar á kúm heimilaðar á svæði níu skv. veiðileyfi og er það á Mýrum og í Suðursveit.

Í fyrra nam hreindýraveiðikvótinn 800 dýrum og var þá sá minnsti um margra ára skeið.

Skylt efni: hreindýraveiðar

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...