Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hvað ef...?
Mynd / BBL
Skoðun 27. október 2017

Hvað ef...?

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þann 28. október ganga Íslendingar til kosninga og kjósa fólk til að stjórna landinu. Ekki þarf að efa að allir frambjóðendur vilji landinu vel þótt áherslur séu í einhverju ólíkar. Sérkennilegar hugmyndir skjóta stundum upp kollinum, en hafa má hugfast að úr suðupotti skrítnustu hugmynda heimsins hafa oft leynst verðmætir gullmolar. 
 
Við hverjar einustu kosningar hafa komið upp efasemdaraddir um kosningafyrirkomulagið og ekki síst hvað varðar vægi atkvæða. Sumir vilja þó halda fast í óbreytt kerfi. Allt snýst þetta samt um að fá að hafa puttana í ráðstöfun ríkisins á skatttekjum fyrirtækja og almennings.
 
Hingað til hafa flestar hugmyndir gengið út á að lappa upp á kerfi sem fæstir eru almennilega sáttir við, líka á sveitarstjórnastiginu. Þegar staðan er þannig getur verið nauðsynlegt að hugsa dæmið alveg upp á nýtt. Jafnvel að snúa hlutunum á haus.
 
Hvað gæti t.d. gerst ef í kosningum til Alþingis væri tryggt jafnt vægi hvers einasta atkvæðis, eða með öðrum orðum eitt kjördæmi? 
 
Hvað ef samhliða yrði dregið verulega úr vægi Alþingis í fjármála- og framkvæmdastjórn landsins en Alþingi færi áfram með allt löggjafarvald? 
 
Hvað ef núverandi kjördæmum yrði breytt í fylki með umtalsverða efnahagslega sjálfstjórn? Fylkin tækju yfir hlutverk sveitarfélaganna og að hluta ríkisins, en svæðisráð sem væru að lágmarki með 1.500 íbúa svæði undir sér, sæju um framkvæmdastjórn samkvæmt efnahagsramma fylkisstjórnar á viðkomandi svæði.  
 
Hvað ef hverju fylki yrði tryggðir tekjustofnar í gegnum hlutdeild af hagnýtingu gæða til lands og sjávar í viðkomandi landshluta og hugsanlega líka hluta skatttekna?
 
Hvað ef fylkin (kjördæmin) hringinn í kringum landið fengju efnahagslegan umráðarétt yfir fiskimiðunum út frá sinni strönd allt að mörkum efnahagslögsögunnar?
 
Hvað ef öll fiskiskip sem stunduðu veiðar og fyrirtæki sem stunduðu fiskeldi innan viðkomandi lögsögu greiddu aðstöðugjöld í hlutfalli við útflutningsvirði landaðs afla til viðkomandi fylkis? Hvað ef sama ætti við um aðstöðugjöld af nýtingu annarra náttúrulegra gæða innan lögsögu fylkjanna, eins og vegna virkjana á vatni, jarðhita, vindi og sjávarföllum sem og nýtingu jarðefna?
 
Hvað ef þetta gjald yrði nýtt til að standa straum af innviðakostnaði vegna heilbrigðismála, allra samgangna og skóla sem viðkomandi fylki bæri fulla ábyrgð á en ekki ríkið?
 
Hvað ef með aukinni fjármálalegri sjálfbærni byggðarlaganna eða fylkjanna, yrði skoðað hvort þörf sé á öllum þeim stofnunum sem ríkið rekur í dag?
 
Hvað ef fjármálakerfið yrði skorið algjörlega upp, verðtrygging á lánum til einstaklinga yrði bönnuð, Seðlabankinn einn fengi að gefa út mynt í öllum formum, líka rafrænum eins og honum er reyndar ætlað með núverandi lögum?
 
Hvað ef sett yrði þak á þóknun fyrir útlán peninga og það yrði aldrei hærra en meðaltal vaxtakörfu helstu viðskiptalanda í Evrópu og Bandaríkjunum hverju sinni?
 
Já, hvað ef menn leyfðu sér stundum að hugsa út fyrir þann sandkassa sem núverandi stjórnkerfi byggir á og sumir frekjast meira til að moka í en aðrir? Kerfi sem leiðir stöðugt til aukinnar samþjöppunar samfélagsins og fjármagns á æ færri hendur og valds sem því óneitanlega fylgir. Hver á í raun allan sandinn í kassanum? Er það sá sem var fyrstur til að hrifsa til sín stærstu skófluna, eða er það fólkið í landinu? 

Skylt efni: Alþingiskosningar

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...