Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stigahæsti hrúturinn í Eyjafirði á liðnu hausti, lamb númer 32 á Hríshóli.
Stigahæsti hrúturinn í Eyjafirði á liðnu hausti, lamb númer 32 á Hríshóli.
Fréttir 2. janúar 2020

Hríshólslamb númer 31 stigahæst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Vel var mætt að vanda á hrútafund sem haldinn var í Hlíðarbæ í lok nóvember, en tæplega 50 sauðfjárræktendur og áhugafólk var á staðnum. Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, fór yfir hrútakost sæðingastöðvanna og ýmis áherslumál greinarinnar.

BSE veitti viðurkenningar fyrir þrjá stigahæstu lambhrúta sem skoðaðir voru í haust af ráðunautum RML.

Þar stóð efstur, lamb nr. 32 á Hríshóli 2 með 89 stig sem Guðmundur S. Óskarsson og Helga Berglind Hreinsdóttir, bændur þar, eiga. Hann er undan Simba 18-779 sem er undan Tvistssyni. Á bakvið hann eru margir þekktir sæðishrútar eins og Saumur, Gosi auk Bergsstaðahrútanna Gaurs og Grámanns. Lambið var 63 kg, vöðvi 39, fita 3,9 lögun 5, leggur 110. Stigin við dóm : 8-8,5-9,5-10-9,5-18,5-8-8-9 = 89.

Í öðru sæti var lamb nr. 124 á Auðnum 1 í eigu Aðalsteins Heiðmanns Hreinssonar og Sigríðar Svavarsdóttur með 88,5 stig, undan Þræl 16-358 sem er heimahrútur, með ættir að mestu frá Auðnum og nágrannabæjum í Öxnadal. Bakvöðvi lambsins var 40 mm, sem var sá þykkasti sem mældur var hér í haust, ásamt lambi frá Kristnesi. Þyngd 56 kg. fita 3,5 lögun 5, leggur 114 og stig: 8-9-9-10-9-18,5-8-8-9 = 88,5.

Þriðji var hrútur nr. 106 á Hríshóli í eigu Ingva Guðmunds­sonar og var hann einnig með 88,5 stig. Hrúturinn er undan Ragga 18-774 Guttasyni frá Þóroddsstöðum og Þoku 13-030 sem er undan Grámanni frá Bergsstöðum. Þyngd 50 kg, vöðvi 38, fita 2,5 lögun 5, leggur 110. Stig hans eru 8-8,5-9,5-10-9-18,5-8-8-9=88,5.

Átta aðrir hrútar voru með 88,5 stig en raðast neðar samkvæmt viðmiðunarreglum RML.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...