Senn líður að hrútafundum
Gert er ráð fyrir að hrútaskráin komi úr prentun mánudaginn 17. nóvember. Að vanda verður útgáfunni fylgt eftir með kynningafundum á vegum búnaðarsambandanna víðs vegar um landið. Þótt megintilgangur fundanna sé að undirbúa jarðveginn fyrir komandi sauðfjársæðingar eru þeir jafnframt góður vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni.




