Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fróði frá Bjargi í Miðfirði er nýr á sæðingastöð.
Fróði frá Bjargi í Miðfirði er nýr á sæðingastöð.
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, eru nú aftur komnir á dagskrá, en þeir hafa ekki verið haldnir síðastliðin tvö ár vegna Covid-faraldursins. Í heildina verða kynntir 23 nýir hrútar inn á sæðingastöðvarnar í Þorleifskoti og Borgarnesi.

Um samvinnuverkefni er að ræða milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og búnaðar­sambandanna. Í yfirliti um fundaröðina sést að fundað er í flestum sýslum landsins. Gert er ráð fyrir að fundirnir hefjist um leið og hrútaskráin kemur úr prentun, en fyrsti fundur verður mánudaginn 21. nóvember

Hrútafundirnir eru nú aftur komnir á dagskrá eftir tveggja ára hlé.

Fyrsta skipti hrútar með ARR-arfgerð

Að sögn Eyþórs Einarssonar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er markmið hrútafundanna að kynna hrútakost sæðingastöðvanna. „Þetta er líka mikilvægur vettvangur til að ræða ræktunarstarfið. Það er ýmislegt sem brennur á mönnum, enda hefur ekki verið tækifæri til að halda þessa fundi núna í nokkurn tíma.

Það má segja að hrútakosturinn í ár marki ákveðinn tímamót þar sem nú verður í fyrsta skipti boðið upp á hrúta með hina svokölluðu ARR­arfgerð – sem er verndandi gegn riðuveiki – og hrúta með breytileikann T137, sem miklar vonir eru bundnar við að veiti einnig vernd. Alls verða 19 hrútar í vetur sem bera arfgerðir sem bundnar eru vonir við að séu lítið næmar eða verndandi, en rannsóknir á því eru í gangi. Hugsanlega verður hægt að greina frá niðurstöðum á fundunum, úr fyrstu rannsóknum á samanburði á næmleika mismunandi arfgerða fyrir riðuveiki,“ segir Eyþór.

Forystuhrúturinn, Frakki frá Holti í Þistilfirði, er nýr á sæðingastöð.

Hrútakosturinn samanstendur af 47 hrútum

Að sögn Eyþórs verða 23 nýir hrútar kynntir, en í heildina samanstendur hrútakosturinn af 47 hrútum á sæðingastöðvunum í Þorleifskoti og Borgarnesi.

„Þá verður að finna eitthvað fræðsluefni í skránni, meðal annars grein um erfðagallann bógkreppu,“ segir hann.

Skylt efni: Hrútaskrá | hrútafundir

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...