Hrútaskráin komin á vefinn
Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2021-2022 er nú aðgengileg á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Í komandi sæðingarvertíð standa 48 úrvalshrútar til boða, segir í tilkynningu RML, en útsending sæðis mun hefjast 1. desember og standa til 21. desember.