Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, eru nú aftur komnir á dagskrá, en þeir hafa ekki verið haldnir síðastliðin tvö ár vegna Covid-faraldursins. Í heildina verða kynntir 23 nýir hrútar inn á sæðingastöðvarnar í Þorleifskoti og Borgarnesi.