Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrútaskráin komin á vefinn
Fréttir 18. nóvember 2021

Hrútaskráin komin á vefinn

Höfundur: smh

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2021-2022 er nú aðgengileg á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Í komandi sæðingarvertíð standa 48 úrvalshrútar til boða, segir í tilkynningu RML, en útsending sæðis mun hefjast 1. desember og standa til 21. desember.

„Af þessum 48 hrútum eru þrjátíu hyrndir og þar af einn ferhyndur, fjórtán kollóttir, tveir feldfjárhrútar og loks tveir forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna nítján hrúta sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð. Hér ættu því allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum,“ segir á vefnum.

Meðal efnis eru nýjar greinar um riðuarfgerðir og svo gula fitu.

Lýsingar og umsagnir hrúta skrifuðu þeir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Eyþór Einarsson, Lárus G. Birgisson og Árni Brynjar Bragason.

Prentaða útgáfan er væntanleg í næstu viku.

Í tilkynningu RML segir að margir hafi komið að gerð hrútaskráarinnar. „Vinnsla gagna hefur að langmestu leyti verið í höndum Eyjólfs Ingva. Sigurður Kristjánsson sá um prófarkalestur ásamt höfundum lýsinga og Rósa Björk Jónsdóttir um umbrot. Myndir í skránni eru eftir Höllu Eyglóu Sveinsdóttur og Anton Torfa Bergsson. Greinar í skránni eru eftir þau Eyþór Einarsson, Karólínu Elísabetardóttur og Stefaníu Þorgeirsdóttur. Þorsteinn Ólafsson samdi texta um sauðfjársæðingar og beiðsli. Umsjón með prentun hefur Olgeir Helgi Ragnarsson. Ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson. Öllum þessum aðilum sem og auglýsendum er þakkað fyrir þeirra framlag.“

Hrútaskrá vetrarins 2021-22

Skylt efni: Hrútaskrá

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...