Hreinn 23-920 frá Þernunesi er fyrsti arfhreini ARR-hrúturinn á sæðingastöð.
Hreinn 23-920 frá Þernunesi er fyrsti arfhreini ARR-hrúturinn á sæðingastöð.
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land­búnaðarins (RML) og mun prent­útgáfan vera væntanleg á allra næstu dögum.

Að sögn Eyþórs Einarssonar, ráðunautar hjá RML, eru tímamót í þessari hrútaskrá að boðið er upp á 17 lambhrúta, þar af 14 arfblendna með ARR samsætuna sem er verndandi gegn riðuveiki og í fyrsta skipti arfhreinan ARR-hrút; Hrein 23-920 frá Þernunesi.

Smitnæmir hrútar í hrútaskrá

„Þá koma inn tveir lambhrútar sem bera breytileikann T137 og tveir nýir hrútar sem bera breytileikann C151. Auk þess er þar að finna fjölbreytt úrval nýrra og eldri hrúta sem standa fyrir mismunandi kosti,“ segir Eyþór.

Athygli vekur að í skránni er að finna fimm arfhreina hrúta með villigerðina ARQ/ARQ. Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps sem skilað var til matvælaráðherra um aðgerðir gegn riðuveiki – þar sem gert er ráð fyrir að verkefnið verði nálgast með verndandi arfgerðum – er tiltekið að arfhreinar ARQ kindur séu næmar fyrir riðu og því ætti að stefna að fækkun arfbera ARQ samsætunnar.

„Já, við tökum inn örfáa hrúta með villigerðina núna. Flestir hrútarnir með villigerðina eru hrútar sem voru teknir inn í fyrra eða áður – leyfum þeim að deyja út,“ útskýrir Eyþór.

Villigerð framvegis notuð í undantekningartilvikum

„Fagráð í sauðfjárrækt lagði fram ræktunaráætlun í sumar varðandi innleiðingu verndandi arfgerða og setti þar upp markmið varðandi samsetningu á hrútaflota stöðvanna. Þar var miðað við að hlutdeild þeirra yrði ekki meiri en 35% af hrútakosti stöðvanna haustið 2023 og þannig er það nú. Það er risastökk frá því sem verið hefur. Eftir þetta ár verða svo aðeins teknir hrútar með villigerð í undantekningatilfellum. Við verðum að taka tillit til þess að úrvalið hefur ekki verið mikið fram til þessa af hrútum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir og því tökum við þetta í þessum skrefum. Markmiðið er að færa sig yfir í verndandi og mögulega verndandi hrúta en halda jafnframt uppi sem hæstum gæðastandard á hrútaflotanum. Held að lykillinn að því að fá bændur til að nota sæðingar sé að á stöðvunum sé úrval af frambærilegum gripum.

Bændur ættu að hafa það í huga, varðandi sæðingahrútana sem bera villigerðina, að nota þá fyrst og fremst á ær sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir.Reyna þannig að rækta fram kostagripi sem búa yfir þoli gegn riðu,“ heldur Eyþór áfram.

Útgáfu hrútaskrár verður að vanda fylgt eftir með kynningarfundum víðs vegar um land.

Sjá nánar um hrútafundina HÉR

Skylt efni: Hrútaskrá

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...