Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrafnagil í  raftónum
Líf og starf 22. apríl 2016

Hrafnagil í raftónum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Raftónlistar­maðurinn Árni Grétar, eða Futur­grapher, hefur sent nýlega frá sér plötu sem hann kallar Hrafnagil.

Á plötunni er að finna taktföst, líðandi, mínimalísk og dreymandi lög sem heita nöfnum eins og Pollurinn, Móatún, Útnaust og Hóll. Í sumum þeirra er blandað saman raf- og náttúruhljóðum, eins og vatnsnið, sem á vel við í sveitinni og ekki síst við sauðburð, kartöfluniðursetningu og heyskap.

Árni segir um tónlistina að hún sé samin til heiðurs stórbóndanum Gutta í Hænuvík á sunnanverðum Vestfjörðum. Árni Grétar er með þekktari raftónlistarmönnum á Íslandi og eigandi að jörð í Patreksfirði.

Tónlistin er hljóðrituð á árunum 2014 til 2016 og er þetta þriðja einmennings breiðskífa Futuregrapher. Hinar hétu LP og Skynvera.  

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...