Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá afhendingu peningastyrkjanna á dögunum á Hótel Rangá.
Frá afhendingu peningastyrkjanna á dögunum á Hótel Rangá.
Mynd / MHH
Fréttir 16. mars 2016

Hótel Rangá − Allt þjórfé gefið til góðgerðarmála

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá, og starfsfólk hans hafa samþykkt að gefa allt þjórfé sem þar kemur inn til góðgerðarmála. 

„Það hefur aldrei tíðkast hérlendis að gestir veitingahúsa eða þeir sem kaupa aðra þjónustu þurfi að greiða þjórfé, eins og það kallast í útlöndum, en þar er það sums staðar nánast einu launin sem starfsfólkið fær fyrir vinnu sína,“ segir Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá.

  Með stórauknum fjölda ferðamanna til Íslands hefur það færst í vöxt að þjórfé sé greitt. Víða um heim eru menn einmitt að reyna að hverfa frá þessu kerfi, meira að segja Bandaríkjamenn, þar sem laun þjóna eru jafnvel aðeins 250 til 400 krónur á tímann. Þeir þurfa svo að vera eins og rukkarar fyrir hönd veitingahússeigandans að fá upp í launin sín.   

Við ákváðum það  fyrir nokkrum mánuðum að þiggja ekki þjórfé. Við segjum gestunum hins vegar að við vitum að mörgum þyki ánægjulegt að leggja fram einhverja fjármuni sem virðingarvott fyrir góða þjónustu. Við bjóðum þeim að leggja fram peninga sem renna til góðra málefna og til að byrja með til björgunarsveita á svæðinu. Þetta hefur vakið afskaplega jákvæð viðbrögð meðal gesta okkar. Framlög gesta okkar fyrstu vikur ársins 2016 nema um 400.000 kr. og koma 200.000 kr. í hlut björgunarsveitanna á Hellu og Hvolsvelli,“ segir Friðrik. Sjálfur er hann á móti þjórfé. „Já, ég er alveg á móti því, við megum alls ekki innleiða það í íslenska ferðaþjónustu, starfsfólkið á bara að fá mannsæmandi laun.“ 

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...