Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Perúskur kartöflubóndi.
Perúskur kartöflubóndi.
Mynd / Saúl M. Tito
Fréttir 19. febrúar 2018

Horfur á uppskerubresti hjá Quechua-­indíánum í Andesfjöllum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Áhrif hlýnunar loftslags verða stöðugt meira áberandi. Vísindamenn umhverfisstofnunar Miami-háskóla hafa komist að því að áhrifanna gætir m.a. í minni kartöflu- og maísuppskeru hjá Quechua-indíánum sem lifa hátt í Andesfjöllunum í Perú.
 
Ritað var um málið í vefútgáfu Science Daily nýverið. Þar kemur fram að Kenneth Feeley, sem er yfirmaður í trjálíffræði hjá Miami háskóla, hefur notið aðstoðar líffræðingsins Richard Tito sem er innfæddur Quechua-indíáni, en hann er einnig aðalhöfundur skýrslu um málið. Helsta niðurstaðan er að fram undan séu erfiðir tímar hjá fólki í dreifbýli Andesfjalla sem lifað hafi á ræktun ákveðinna afbrigða af kartöflum og korni mann fram af manni. 
 
Rækta afbrigði sem þrífast illa í auknum hita
 
Gerðu rannsakendur tilraunir með þau afbrigði sem indíánarnir hafa nýtt til ræktunar á korni og kartöflum hátt í Andesfjöllum. Við ræktun á þeim afbrigðum í hlýrra loftslagi neðar í fjöllunum, kom í ljós að þau þrifust illa. Þar var jarðvegurinn reyndar öðruvísi samsettur en hærra í fjöllunum. 
 
Kom í ljós að við það að lofthitinn hækkaði aðeins um 1,3 til 2,6 gráður á Celsíus drápust nær allar kornplönturnar sem prófaðar voru. Ástæðurnar voru margvíslegar. Þær þoldu m.a. ekki árásir frá skordýrum sem lifðu við þær aðstæður. Niðurstöðurnar varðandi kartöflurnar voru jafnvel enn verri. Flest kartöfluafbrigðin drápust og þau sem lifðu af voru svo ræfilsleg og skiluðu svo lélegum kartöflum að þær voru ekki hæfar til markaðssetningar. 
 
Vísindamennirnir skoðuðu líka hvort mögulegt væri að flytja þá ræktun sem indjánarnir stunda enn hærra í fjöllin samfara hlýnandi loftslagi. Niðurstaðan var að slíkt stæði yfirleitt ekki til boða, þar sem ræktun indíánanna fer víða fram nú þegar á fjallstoppum svo hærra verður ekki komist. Þá kom í ljós að korn sem ræktað er hærra uppi í fjöllunum í þynnra lofti skilar mun rýrari uppskeru. 
 
Treysta ekki erfðatækni, eitri né aukaefnum
 
Ræktunarsvæði Quechua-indíán­anna er í um 3.000 til 4.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Hafa innfæddir verið því mjög mótfallnir að nota erfðabreytt afbrigði, tilbúinn áburð og skordýraeitur til að reyna að auka uppskeruna. Þeir treysta einfaldlega á móður náttúru og gefa engan afslátt af því, enda hluti af þeirra menningu. 
 
Kenneth Feeley þykir þetta mjög miður. Segir hann að bændur á þessum svæðum skorti margvíslega tækni til að bregðast hratt við breyttum loftslagsaðstæðum. Því séu þessir bændur sjálfir í hættu sem og milljónir manna í Andeshéruðum Kólumbíu, Ekvador og í Bólivíu sem reiði sig á þeirra uppskeru.  
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...