Að missa af síðustu lestinni
6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga geim í spili dagsins á Þorsteinsmótinu glæsilega sem fór fram í Logalandi í Borgarfirði fyrir skömmu.
Þar sem Aðalsteinn Jörgensen sat í NS með Svölu Kristínu Pálsdóttur, en þau eru ekki bara par við briddsborðið heldur einnig í persónulega lífinu og unnu mótið með miklum yfirburðum, gengu sagnir þannig: 1 spaði-2nt-3spaðar-4 lauf-4-tíglar-4 hjörtu-4nt5hjörtu-5nt-6 tíglar-6 spaðar.
2nt lofuðu góðum spaðastuðningi og spurðu um styrk opnunarhandar. 3 spaðar lofuðu góðri hendi og stuttum tígli, 4 lauf var fyrirstaða, 4 tíglir fyrirstaða, 4 hjörtu fyrirstaða.
Eftir svar við spurningu um fjölda lykilspila, var gefin 5nt alslemmuáskorun.
Sex tígla sögnin hélt alslemmunni opinni en enn gat verið tapslagur á hjarta. Austur missti af „last train“ áskorun í alslemmu, að melda 6 hjörtu eftir 6 tígla svarið. Sú sögn ætti að kanna gæði fyrrnefndrar hjartafyrirstöðunnar en sagnhafi, sá sem hér skrifar, missti af gullnu tækifæri.
Alslemman er nánast 100%. Vitað var að engin lykilspil vantaði og ekki verra að svarhöndin eigi 5. spaðann. 7 spaðar hefðu legið á borðinu ef síðasta lestin hefði verið ræst á teinunum. Alltaf gaman að velta fyrir sér hvernig bæta má slemmutæknina – ekki satt? Jafnt til sjávar og sveita.

