Sigurvegarar í Þorsteinsmótinu.
Sigurvegarar í Þorsteinsmótinu.
Líf og starf 15. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga geim í spili dagsins á Þorsteinsmótinu glæsilega sem fór fram í Logalandi í Borgarfirði fyrir skömmu.

Þar sem Aðalsteinn Jörgensen sat í NS með Svölu Kristínu Pálsdóttur, en þau eru ekki bara par við briddsborðið heldur einnig í persónulega lífinu og unnu mótið með miklum yfirburðum, gengu sagnir þannig: 1 spaði-2nt-3spaðar-4 lauf-4-tíglar-4 hjörtu-4nt5hjörtu-5nt-6 tíglar-6 spaðar.

2nt lofuðu góðum spaðastuðningi og spurðu um styrk opnunarhandar. 3 spaðar lofuðu góðri hendi og stuttum tígli, 4 lauf var fyrirstaða, 4 tíglir fyrirstaða, 4 hjörtu fyrirstaða.

Eftir svar við spurningu um fjölda lykilspila, var gefin 5nt alslemmuáskorun.

Sex tígla sögnin hélt alslemmunni opinni en enn gat verið tapslagur á hjarta. Austur missti af „last train“ áskorun í alslemmu, að melda 6 hjörtu eftir 6 tígla svarið. Sú sögn ætti að kanna gæði fyrrnefndrar hjartafyrirstöðunnar en sagnhafi, sá sem hér skrifar, missti af gullnu tækifæri.

Alslemman er nánast 100%. Vitað var að engin lykilspil vantaði og ekki verra að svarhöndin eigi 5. spaðann. 7 spaðar hefðu legið á borðinu ef síðasta lestin hefði verið ræst á teinunum. Alltaf gaman að velta fyrir sér hvernig bæta má slemmutæknina – ekki satt? Jafnt til sjávar og sveita.

Skylt efni: bridds

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 15. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f