Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hlíðarvatn í Selvogi og Þórir haustmyrkur
Í deiglunni 25. ágúst 2015

Hlíðarvatn í Selvogi og Þórir haustmyrkur

Höfundur: Sölvi Björn Sigurðsson
Allt frá því er Þórir haustmyrkur nam land í Sel­vogi hafa sögur um veiðiskap ríkt yfir svæðinu. Í Hlíðarvatni fara bleikjurnar stækkandi. Grímur Thomsen yrkir um Gissur hvíta sem gerði heit þess í sjávarháska að reisa kirkju í voginum og meina fólki brottreið nema með metafla. Ein­hverjir hafa farið fisklausir úr vatninu en er þá oftast á ferðinni fólk með grillbúnað sem krefst langra þrifa. 
 
Best er að vera í Botnavík eða Kald­ós. Maður kastar út í þessar víkur og eykur líkurnar á veiði með því að heita á Strandarkirkju. Til er saga af konu sem veiddi svo mikið í Hlíðarvatni að bleikjan stefndi fjárhag hennar í voða. Hér er til bóta að þekkja línurnar, grennd taumanna, fælni fiskanna, dýpt miðanna og samræðu veiðitækjanna við vindáttirnar og sólskinið. Að morgni í Botnavík hættir þetta þó allt að skipta máli. 
 
Úti fyrir strönd niðar brimið og fjall­ið gín yfir vatninu. Berjalyng er á flestum hraunkoppum. Ný­dobbl­aður vinur í veiðiferð græj­ar flugustöng sem hann kann ekki alveg á. Þórir haustmyrkur rís upp úr gjótu. Hann sneiðir af manni höfuðið. Upp úr mosanum starir hausinn sem maður lagði hugsunarlaust frá sér. Heimleiðin úr Hlíðarvatni er mátulega löng til að stinga honum aftur á sig og kaupa lottómiða á bensínstöðinni við Rauðavatn.
 
/Úr Íslenskri vatnabók

2 myndir:

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...