Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hlíðarvatn í Selvogi og Þórir haustmyrkur
Í deiglunni 25. ágúst 2015

Hlíðarvatn í Selvogi og Þórir haustmyrkur

Höfundur: Sölvi Björn Sigurðsson
Allt frá því er Þórir haustmyrkur nam land í Sel­vogi hafa sögur um veiðiskap ríkt yfir svæðinu. Í Hlíðarvatni fara bleikjurnar stækkandi. Grímur Thomsen yrkir um Gissur hvíta sem gerði heit þess í sjávarháska að reisa kirkju í voginum og meina fólki brottreið nema með metafla. Ein­hverjir hafa farið fisklausir úr vatninu en er þá oftast á ferðinni fólk með grillbúnað sem krefst langra þrifa. 
 
Best er að vera í Botnavík eða Kald­ós. Maður kastar út í þessar víkur og eykur líkurnar á veiði með því að heita á Strandarkirkju. Til er saga af konu sem veiddi svo mikið í Hlíðarvatni að bleikjan stefndi fjárhag hennar í voða. Hér er til bóta að þekkja línurnar, grennd taumanna, fælni fiskanna, dýpt miðanna og samræðu veiðitækjanna við vindáttirnar og sólskinið. Að morgni í Botnavík hættir þetta þó allt að skipta máli. 
 
Úti fyrir strönd niðar brimið og fjall­ið gín yfir vatninu. Berjalyng er á flestum hraunkoppum. Ný­dobbl­aður vinur í veiðiferð græj­ar flugustöng sem hann kann ekki alveg á. Þórir haustmyrkur rís upp úr gjótu. Hann sneiðir af manni höfuðið. Upp úr mosanum starir hausinn sem maður lagði hugsunarlaust frá sér. Heimleiðin úr Hlíðarvatni er mátulega löng til að stinga honum aftur á sig og kaupa lottómiða á bensínstöðinni við Rauðavatn.
 
/Úr Íslenskri vatnabók

2 myndir:

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.