Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hilux alltaf vinsæll og verður það örugglega áfram
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 27. ágúst 2015

Hilux alltaf vinsæll og verður það örugglega áfram

Höfundur: Hjörtur Leonard Jónsson
Í febrúar 2014 prófaði ég 38 tommu breyttan Toyota Hilux frá Arctic Trucks. Sá bíll var beinskiptur, með 2500 vél sem skilar 144 hestöflum. Síðan þá hefur mig langað að prófa sama bíl með 3000 vélinni, sjálfskiptan og 171 hestafls vél.
 
Bíllinn sem prófaður var nú er 33" breyttur hjá Toyota og er með ýmsum aukabúnaði.
 
Skemmtilegur bíll á vondum vegum
 
Munurinn að ferðast og sitja í þessum tveim Toyota Hilux er nánast enginn, en þegar kemur að vél og skiptingu er munurinn mikill. Snerpan í 3000 vélinni er mikil og sjálfskiptingin er óneitanlega þægilegri fyrir flesta, þó svo að ég og fleiri vilji bara beinskipta bíla þá eru fleiri sem kjósa sjálfskipta bíla. Ég fann mikinn mun á þessum 27 aukahestum frá fyrri bílnum sem ég prófaði. 
 
Á mikið breyttum bílum fylgir alltaf smá hljóð í stórum og grófum dekkjum, en á þessum bíl var það hljóð alveg í lágmarki. Á grófum malarvegi og vondum vegslóðum er bíllinn stöðugur og glettilega mjúkur, en þegar ekið var eftir góðum malarvegi fann ég aðeins fyrir leiðinda titringi þegar farið var yfir lausa smásteina sem lágu lausir á yfirborði vegarins. Sennilega mætti losna við þetta með því að minnka aðeins loftmagn í dekkjunum. 
 
Mikil dráttargeta
 
Ég ók bílnum rúma 100 km í blönduðum akstri og var meðal­hraði hjá mér 45 km á klst. og eyðslan 8,9 lítrar af dísil á hundraðið. Hilux með 3000 vélinni er gefin upp samkvæmt bæklingi 7,7 miðað við óbreyttan bíl. 
 
Hilux er með gormafjöðrun að framan og fjaðrir að aftan. Þessi fjöðrunarbúnaður hefur reynst vel og gerir bílinn stöðugan. Sem  dæmi er veltipunktur Toyota Hilux 48 gráðu halli, en mjög fáir bílar þola svo mikinn halla. 
 
Þess ber þó að geta að bíllinn sem ég var á er 33 tommu breyttur, með pallhýsi og ýmsu öðru sem þyngir hann og að ég var alls ekki að reyna við neinn sparakstur.
 
Dráttargeta er 2.500 kg með kerru sem er útbúin með bremsum. Pallurinn er frekar lítill (mætti vera lengri), en málin á pallinum eru 154,5 x 151,5 cm. 
 
Gott verð á eigulegum bíl
 
Þótt Hilux sé fyrir mér mest vinnubíll þá er hann vel búinn öryggislega. Loftpúðar allan hringinn inni í húsinu, stöðugleikastýring, ABS hemlunarkerfi með rafstýrðri hemlunardreifingu, hemlunarhjálp sem bætir í kraftinn á hemlun þegar er nauðhemlað. Grunnverð á sjálfskiptum Hilux 3000 er 7.570.000, en með breytingum sem eru í þessum bíl kostar hann rétt tæpar 9.000.000. Ódýrasti Toyota Hilux bíllinn er beinskipti 2500 bíllinn og er hann frá 5.690.000.
 
Helstu mál og upplýsingar:
Hæð 1.860 mm
Breidd 1.835 mm
Lengd 5.260 mm
Þyngd 2.050 kg

 

6 myndir:

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...