Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ágúst Marinó Ágústsson bóndi á Sauðanesi í Langanesbyggð.
Ágúst Marinó Ágústsson bóndi á Sauðanesi í Langanesbyggð.
Líf og starf 23. desember 2016

Hestar, reki, sauðfé, silungur og æðarkollur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ágúst Marinó Ágústsson er bóndi á Sauðanesi í Langanesbyggð ásamt sambýliskonu sinni, Steinunni Önnu Halldórsdóttur, ráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, og Katrínu, dóttur hennar. Auk þeirra er Ágúst Guðröðarson, faðir Ágústs, búsettur að Sauðanesi.

Sauðanes er þekkt hlunnindajörð sem er um 2.500 hektarar að stærð og þar var eftirsótt prestssetur fyrr á öldum.

„Ég er fæddur og uppalinn á Sauðanesi og áar mínir hafa búið hér frá því að móðurafi minn settist hér að sem prestur. Við Steinunn tókum við búinu af pabba fyrir fimm árum og erum með um 800 vetrarfóðraðar kindur og 50 hross. Auk þess tek ég stundum til mín hesta frá öðrum til tamninga.

Ágúst er hestamaður af lífi og sál og með sérreiðkennararéttindi frá Hólum í Hjaltadal. Hann hefur átt þrjár merar sem hafa unnið til fyrstu verðlauna á landsmótum. „Ein þeirra heitir Sóllilja, er móvindótt og mikil úrvals meri sem hefur slegið í gegn á tveimur landsmótum.“

Talsverður reki

Talsverður reki er á Sauðanesi og hann telst til hlunninda. „Ég nýti rekann í staura bæði fyrir sjálfan mig og svo sel ég þá líka. Bestu bolina saga ég í borð sem annaðhvort eru nýtt til húsbygginga eða sem grindarefni í útihúsum. Viðurinn er líka notaður til húshitunar og svo er ég með sérsmíðaða vél sem tætir viðinn í spæni sem við notum sem undirburð fyrir hrossin. Tækið er eins og stór þykktarhefill sem tætir niður boli sem ekki nýtast í eitthvað annað.“

Ágúst segir mikið hafa dregið úr reka undanfarin ár og að hann sé mest að nota gamlar birgðir. Góður helmingur af birgðunum grisjast burt þegar valinn er viður til að saga í borð og hann er notaður í staura, brenni og spæni.“

Fornfrægt æðarvarp

Á Sauðanesi er fornfrægt æðarvarp og segir Ágúst hreiðrin hafa verið um 1700 í vor sem er 200 fleiri en árið áður. Flest voru hreiðrin í eyju í Sauðaneslóni sem er austur af bænum Sauðanesi, eða um 900.

Skammt frá Sauðaneslóni liggur raflína eftir Sauðanesmölum sem er dauðagildra fyrir æðarfuglinn þar sem hún sker fluglínu fuglsins í æti. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hefur Rarik ekki fengist til að leggja línuna þarna í jörð þrátt fyrir að Sauðaneslón sé á náttúruminjaskrá.“

Ágúst segist safna dúninum eins þurrum og hann getur og hristi mestu óhreinindin úr honum en láti síðan hreinsa hann fyrir sig. Í ár söfnuðust um hundrað kíló af óhreinsuðum dúni sem kom út sem 28 kíló eftir hreinsun sem er met hjá þeim.

Hér er líka talsverð silungsveiði í öllum vötnum og sum þeirra eru leigð út til stangveiðimanna.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...