Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heklaður skvísukragi
Hannyrðahornið 22. júlí 2015

Heklaður skvísukragi

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Hér er uppskrift að Hekluðum skvísukraga úr smiðju Elínar Guðrúnardóttur.
 
Garn: Whistler frá Garn.is
Heklunál: 4 mm
1 dokka ætti að duga í tvo kraga og kostar dokkan 199 kr.
Aþena, systurdóttir mín, er 3 ára skvísa sem hefur gaman af því að klæða sig upp og vera fín. Nú er sumar og nýtur Aþena þess að geta verið í kjól og þurfa ekki að fela glingur og skart undir peysu eða jakka. Bleikur er uppáhalds liturinn hennar Aþenu og vakti bleiki kraginn sem ég heklaði handa henni mikla lukku.
Þessi kragi er heklaður eftir uppskrift sem birtist í Bændablaðinu 2013, en ég breytti uppskriftinni aðeins til þess að hann hentaði betur yngri skvísum.
 
Uppskrift:
Uppskriftin er þannig að hægt er að hafa kragann í hvaða stærð sem er. En passa þarf upp á lykkjufjöldinn gangi upp í 7 til þess að mynstrið gangi upp. Til viðmiðunar var ég með 63 og 77 loftlykkjur í krögunum sem ég heklaði, að auki er svo bætt við 5 loftlykkjum til þess að gera hnappagat.
Fitjið upp margfeldið af 7 þar til æskilegri stærð er náð, þá er bætt við 5 LL.
 
1. umf: Heklið 1 FP í 6. LL frá nálinni 
(hnappagat gert), 1 FP í hverja LL út umf. 
Ég hekla í hnúðinn aftan á loftlykkjunum í stað þess að hekla framan í loftlykkjurnar, þetta geri ég til þess að hálsmálið sé fallegra.
2. umf: Heklið 1 LL, *1 FP í næstu 6 L, 2 FP í 
næstu L (útaukning gerð)*, endurtakið frá * að * út umf, en heklið aðeins 1 FP í síðustu L umf í stað þess að gera 2 FP.
3. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í allar L út umf.
4. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), sl. 2 L, 
*[1 ST, 3 LL, 1 ST] saman í næstu L, sl. 3 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins 3 L eru eftir, þá er sl. 2 L og heklað 1 ST í síðustu L. 
5. umf: Heklið 3 LL, sl. 2 L *[2 ST, 4 LL, 2 ST] 
saman í næsta LL-bil, sl. 2 L*, endurtakið frá * að * út umf, heklið 1 ST í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun síðustu umferðar.
*Hnúður: Heklið 4 LL, 1 KL í 1. LL
6. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í 1. L, sl. 2 L, *[3 ST,
 hnúður, 3 ST] saman í næsta LL-bil, sl. 2 L, 1 FP á milli ST, sl. 2 L*, endurtakið frá * að * út umf, ekki næst að klára síðustu endurtekninguna að fullu, í lokin er heklaður 1 FP í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun síðustu umferðar.
Slítið frá, gangið frá endum og saumið töluna á.
Fleiri myndir er að finna á www.garn.is og þar er einnig hægt að nálgast þessa uppskrift í rafrænu formi.
 
Góða skemmtun! − Elín Guðrúnardóttir

4 myndir:

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...