Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heklaður skvísukragi
Hannyrðahornið 22. júlí 2015

Heklaður skvísukragi

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Hér er uppskrift að Hekluðum skvísukraga úr smiðju Elínar Guðrúnardóttur.
 
Garn: Whistler frá Garn.is
Heklunál: 4 mm
1 dokka ætti að duga í tvo kraga og kostar dokkan 199 kr.
Aþena, systurdóttir mín, er 3 ára skvísa sem hefur gaman af því að klæða sig upp og vera fín. Nú er sumar og nýtur Aþena þess að geta verið í kjól og þurfa ekki að fela glingur og skart undir peysu eða jakka. Bleikur er uppáhalds liturinn hennar Aþenu og vakti bleiki kraginn sem ég heklaði handa henni mikla lukku.
Þessi kragi er heklaður eftir uppskrift sem birtist í Bændablaðinu 2013, en ég breytti uppskriftinni aðeins til þess að hann hentaði betur yngri skvísum.
 
Uppskrift:
Uppskriftin er þannig að hægt er að hafa kragann í hvaða stærð sem er. En passa þarf upp á lykkjufjöldinn gangi upp í 7 til þess að mynstrið gangi upp. Til viðmiðunar var ég með 63 og 77 loftlykkjur í krögunum sem ég heklaði, að auki er svo bætt við 5 loftlykkjum til þess að gera hnappagat.
Fitjið upp margfeldið af 7 þar til æskilegri stærð er náð, þá er bætt við 5 LL.
 
1. umf: Heklið 1 FP í 6. LL frá nálinni 
(hnappagat gert), 1 FP í hverja LL út umf. 
Ég hekla í hnúðinn aftan á loftlykkjunum í stað þess að hekla framan í loftlykkjurnar, þetta geri ég til þess að hálsmálið sé fallegra.
2. umf: Heklið 1 LL, *1 FP í næstu 6 L, 2 FP í 
næstu L (útaukning gerð)*, endurtakið frá * að * út umf, en heklið aðeins 1 FP í síðustu L umf í stað þess að gera 2 FP.
3. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í allar L út umf.
4. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), sl. 2 L, 
*[1 ST, 3 LL, 1 ST] saman í næstu L, sl. 3 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins 3 L eru eftir, þá er sl. 2 L og heklað 1 ST í síðustu L. 
5. umf: Heklið 3 LL, sl. 2 L *[2 ST, 4 LL, 2 ST] 
saman í næsta LL-bil, sl. 2 L*, endurtakið frá * að * út umf, heklið 1 ST í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun síðustu umferðar.
*Hnúður: Heklið 4 LL, 1 KL í 1. LL
6. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í 1. L, sl. 2 L, *[3 ST,
 hnúður, 3 ST] saman í næsta LL-bil, sl. 2 L, 1 FP á milli ST, sl. 2 L*, endurtakið frá * að * út umf, ekki næst að klára síðustu endurtekninguna að fullu, í lokin er heklaður 1 FP í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun síðustu umferðar.
Slítið frá, gangið frá endum og saumið töluna á.
Fleiri myndir er að finna á www.garn.is og þar er einnig hægt að nálgast þessa uppskrift í rafrænu formi.
 
Góða skemmtun! − Elín Guðrúnardóttir

4 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...