Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Góð aðsókn var á jólamarkaðinn í Ásgarði, enda margt fallegt og forvitnilegt þar að skoða.
Góð aðsókn var á jólamarkaðinn í Ásgarði, enda margt fallegt og forvitnilegt þar að skoða.
Mynd / smh
Líf&Starf 19. desember 2017

Hápunktur ársins á handverkstæðinu

Höfundur: smh
Hápunktur hvers árs í Ásgarði, handverkstæðisins í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ, er jólamarkaðurinn sem jafnan er haldinn fyrstu helgina í desember. Ásgarður er verndaður vinnustaður, en þar vinna 22 starfsmenn að smíðum og listmunagerð allan ársins hring, undir handleiðslu níu starfsmanna.
 
Jólamarkaðurinn var haldinn laugardaginn 2. desember síðastliðinn og var fjöldi manns kominn í Braggann, smiðjuna þar sem munirnir voru sýndir, fljótlega eftir opnun á hádegi. Kaffihlaðborð var svo í sjálfum Ásgarðinum, steinsnar frá. 
 
Hjörtur Garð­arsson, einn leiðbeinendanna í Bragganum, sagði gestum frá því sem fyrir augu bar á markaðnum. „Á trésmíðaverkstæðinu smíðum við alls konar tréleikföng og listmuni af ýmsum gerðum. Við erum með ákveðna línu í barnaleikföngum sem við erum alltaf með í framleiðslu og svo fyrir þennan hátíðardag okkar smíðum við líka sérstaka jólamuni. Svo erum við líka með listasmiðju og þar er unnið úr hornum, leðri og kopar til dæmis – auk þess sem þar er mikið ofið. Við höldum okkur mest við íslenskt hráefni, en koparinn og nautgripahornin þurfum við reyndar að flytja inn þar sem fátt er yfirleitt af slíku í boði hér á landi. Við vinnum samt talsvert úr íslenskum hreindýrahornum og eitthvað úr hrútshornum.“ 
 
Þetta er aðaldagurinn en verslunin opin flesta daga
 
„Þetta er aðaldagurinn okkar en verslunin, sem stendur fyrir ofan Ásgarð, er þó opin flesta daga,“ segir Hjörtur Garðarsson. 

10 myndir:

Skylt efni: Ásgarður | jólamarkaður

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...