Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Góð aðsókn var á jólamarkaðinn í Ásgarði, enda margt fallegt og forvitnilegt þar að skoða.
Góð aðsókn var á jólamarkaðinn í Ásgarði, enda margt fallegt og forvitnilegt þar að skoða.
Mynd / smh
Fólk 19. desember 2017

Hápunktur ársins á handverkstæðinu

Höfundur: smh
Hápunktur hvers árs í Ásgarði, handverkstæðisins í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ, er jólamarkaðurinn sem jafnan er haldinn fyrstu helgina í desember. Ásgarður er verndaður vinnustaður, en þar vinna 22 starfsmenn að smíðum og listmunagerð allan ársins hring, undir handleiðslu níu starfsmanna.
 
Jólamarkaðurinn var haldinn laugardaginn 2. desember síðastliðinn og var fjöldi manns kominn í Braggann, smiðjuna þar sem munirnir voru sýndir, fljótlega eftir opnun á hádegi. Kaffihlaðborð var svo í sjálfum Ásgarðinum, steinsnar frá. 
 
Hjörtur Garð­arsson, einn leiðbeinendanna í Bragganum, sagði gestum frá því sem fyrir augu bar á markaðnum. „Á trésmíðaverkstæðinu smíðum við alls konar tréleikföng og listmuni af ýmsum gerðum. Við erum með ákveðna línu í barnaleikföngum sem við erum alltaf með í framleiðslu og svo fyrir þennan hátíðardag okkar smíðum við líka sérstaka jólamuni. Svo erum við líka með listasmiðju og þar er unnið úr hornum, leðri og kopar til dæmis – auk þess sem þar er mikið ofið. Við höldum okkur mest við íslenskt hráefni, en koparinn og nautgripahornin þurfum við reyndar að flytja inn þar sem fátt er yfirleitt af slíku í boði hér á landi. Við vinnum samt talsvert úr íslenskum hreindýrahornum og eitthvað úr hrútshornum.“ 
 
Þetta er aðaldagurinn en verslunin opin flesta daga
 
„Þetta er aðaldagurinn okkar en verslunin, sem stendur fyrir ofan Ásgarð, er þó opin flesta daga,“ segir Hjörtur Garðarsson. 

10 myndir:

Skylt efni: Ásgarður | jólamarkaður

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...