Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Góð aðsókn var á jólamarkaðinn í Ásgarði, enda margt fallegt og forvitnilegt þar að skoða.
Góð aðsókn var á jólamarkaðinn í Ásgarði, enda margt fallegt og forvitnilegt þar að skoða.
Mynd / smh
Fólk 19. desember 2017

Hápunktur ársins á handverkstæðinu

Höfundur: smh
Hápunktur hvers árs í Ásgarði, handverkstæðisins í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ, er jólamarkaðurinn sem jafnan er haldinn fyrstu helgina í desember. Ásgarður er verndaður vinnustaður, en þar vinna 22 starfsmenn að smíðum og listmunagerð allan ársins hring, undir handleiðslu níu starfsmanna.
 
Jólamarkaðurinn var haldinn laugardaginn 2. desember síðastliðinn og var fjöldi manns kominn í Braggann, smiðjuna þar sem munirnir voru sýndir, fljótlega eftir opnun á hádegi. Kaffihlaðborð var svo í sjálfum Ásgarðinum, steinsnar frá. 
 
Hjörtur Garð­arsson, einn leiðbeinendanna í Bragganum, sagði gestum frá því sem fyrir augu bar á markaðnum. „Á trésmíðaverkstæðinu smíðum við alls konar tréleikföng og listmuni af ýmsum gerðum. Við erum með ákveðna línu í barnaleikföngum sem við erum alltaf með í framleiðslu og svo fyrir þennan hátíðardag okkar smíðum við líka sérstaka jólamuni. Svo erum við líka með listasmiðju og þar er unnið úr hornum, leðri og kopar til dæmis – auk þess sem þar er mikið ofið. Við höldum okkur mest við íslenskt hráefni, en koparinn og nautgripahornin þurfum við reyndar að flytja inn þar sem fátt er yfirleitt af slíku í boði hér á landi. Við vinnum samt talsvert úr íslenskum hreindýrahornum og eitthvað úr hrútshornum.“ 
 
Þetta er aðaldagurinn en verslunin opin flesta daga
 
„Þetta er aðaldagurinn okkar en verslunin, sem stendur fyrir ofan Ásgarð, er þó opin flesta daga,“ segir Hjörtur Garðarsson. 

10 myndir:

Skylt efni: Ásgarður | jólamarkaður

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...