Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hannaður með þægindi fyrir fullvaxið fólk
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 6. janúar 2015

Hannaður með þægindi fyrir fullvaxið fólk

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Fyrir stuttu tók Bílabúð Benna við Opel umboðinu á Íslandi og í tilefni af því var haldin vegleg opnunarhátíð í Bílabúð Benna.

Ég fór á frumsýninguna og skoðaði úrvalið. Einn af bílunum var að mínu mati ljótari en aðrir við fyrstu sýn. Í næsta skipti var bíllinn ekki eins ljótur, en í þriðja sinn sem ég skoðaði hann breyttist sýn mín á þessum bíl eftir að Benni (Benedikt Eyjólfsson) í Bílabúð Benna fór yfir kosti bílsins og bauð mér að prófa gripinn.

Prófaði bílinn við verstu akstursskilyrði

Það var rok og rigning alla helgina sem ég var með bílinn og á mánudagsmorgni þegar ég skilaði bílnum var fljúgandi hálka. Við svona aðstæður er lítið skemmtilegt að prófa bíla og hvað þá að ná sæmilegum myndum. Þrátt fyrir slæmt veður ók ég Opel Meriva bílnum tæpa 100 km. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það var þægilegt að keyra bílinn og þrátt fyrir ausandi rigningu fann maður lítið fyrir vondu veðrinu inni í bílnum. Stór framrúðan og löng þurrkublöð sem unnu hvort í sína áttina sáu í sameiningu til þess að útsýni var gott út úr bílnum.

Hentar einstaklega vel fyrir fjóra stóra

Framsætin eru mjög þægileg, en fótapláss til hliða er frekar lítið. Stór stokkur er á milli framsætanna sem er færanlegur fram og aftur og undir honum er stórt geymslupláss. Bíllinn er skráður fimm manna bíll, en ef armpúðinn er tekinn niður er hægt að færa sætin beggja vegna við hann aftur og innar í bílinn sem veitir farþegum í aftursætum mun meira olnbogarými. Þessi valkostur hentar mjög vel fyrir stóra og breiða einstaklinga.

Afturhurðirnar opnast öfugt

Það að afturhurðirnar opnist öfugt hefur ýmsa kosti. Mun þægilegra er fyrir fullorðna að komast inn í bílinn og einnig að ef maður er með lítil börn opnar maður bæði framhurð og afturhurðina og hefur börnin fyrir framan sig og þá komast þau ekkert í burtu. Persónulega fannst mér þetta ljótt í fyrstu, en þegar ég áttaði mig á öryggisþættinum breyttist hugur minn til þessarar hönnunar. Einnig var ég ekki hrifinn af staðsetningu hliðarspeglanna og hélt að þeir væru allt of aftarlega, en þegar ég bakkaði eftir þeim sá ég kostina við staðsetninguna.

Spólvörnin virkaði fínt í hálkunni, en sumardekk bremsa ekkert

Þegar ég skilaði bílnum í hálkunni á mánudagsmorgninum fann ég vel virkni spólvarnarinnar, en þrátt fyrir að bíllinn væri á nýjum sumardekkjum rauk hann af stað. Þegar kom að því að bremsa gerðist ekki neitt (hef lent í þessu áður á bíl sem ég var að prófa og vil benda á að fyrst og fremst þarf að vera hægt að stoppa þegar þess er þörf, en að komast áfram ætti að vera númer tvö), sumardekkin gripu ekki neitt þrátt fyrir ABS bremsukerfið þegar ég bremsaði í hálkunni, en daginn áður í rigningunni voru bremsurnar frábærar. Greinilegt að það er ekki nóg að komast áfram í hálku það verður að vera hægt að stoppa og því er algjör nauðsyn að vera á góðum vetrardekkjum.

Helstu mál og upplýsingar:

Verð: 3.990.000
Vél: 1,4 l bensín - 140 hestöfl
Hæð: 1.615 mm
Breidd: 1.912 mm
Lengd: 4.300 mm

5 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...