Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Sævar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍSTEX.
Sigurður Sævar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍSTEX.
Mynd / smh
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda á Hótel Natura í Reykjavík fimmtudaginn 23. febrúar.

Þar kom fram að hagnaður af rekstri félagsins á liðnu rekstrarári hafi verið 67,1 milljón króna.

Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu er ekki lagt til að arður sé greiddur af hlutafé heldur sé hagnaðurinn notaður til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins vegna mögulegra fjárfestinga á næstu misserum.

Að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar framkvæmdastjóra var aðalfundurinn ágætlega sóttur miðað við fyrri ár. Helstu tíðindin af fundinum séu góð afkoma félagsins og að enn þá sé mikil eftirspurn eftir lopavörum, auk þess sem þörf sé á fjárfestingu í bandframleiðslu.

Sú breyting varð á stjórn ÍSTEX að Unnsteinn Snorri Snorrason fer út en Jóhann Ragnarsson tekur hans sæti. Stjórnina skipa að öðru leyti þau Gunnar Þórarinsson formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Halla Eiríksdóttir og Guðfinna Harpa Árnadóttir.

Skylt efni: Ístex

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f