Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Sævar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍSTEX.
Sigurður Sævar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍSTEX.
Mynd / smh
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda á Hótel Natura í Reykjavík fimmtudaginn 23. febrúar.

Þar kom fram að hagnaður af rekstri félagsins á liðnu rekstrarári hafi verið 67,1 milljón króna.

Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu er ekki lagt til að arður sé greiddur af hlutafé heldur sé hagnaðurinn notaður til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins vegna mögulegra fjárfestinga á næstu misserum.

Að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar framkvæmdastjóra var aðalfundurinn ágætlega sóttur miðað við fyrri ár. Helstu tíðindin af fundinum séu góð afkoma félagsins og að enn þá sé mikil eftirspurn eftir lopavörum, auk þess sem þörf sé á fjárfestingu í bandframleiðslu.

Sú breyting varð á stjórn ÍSTEX að Unnsteinn Snorri Snorrason fer út en Jóhann Ragnarsson tekur hans sæti. Stjórnina skipa að öðru leyti þau Gunnar Þórarinsson formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Halla Eiríksdóttir og Guðfinna Harpa Árnadóttir.

Skylt efni: Ístex

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...