Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hafnið orkupakka þrjú – elskulegu alþingismenn
Lesendarýni 27. maí 2019

Hafnið orkupakka þrjú – elskulegu alþingismenn

Höfundur: Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum
Í Morgunblaðinu 1. maí sl. er athyglis­verður leiðari með yfirskrift­inni ,,BYLMINGSHÖGG“. Þar segir frá umsögn, sem Alþýðu­samband Íslands sendi utanríkis­­málanefnd Alþingis. ASÍ varar við samþykkt þingsályktunar­tillögu utanríkis­ráðherra á orkupakka 3. Þar segir að ríkisstjórnin hafi lítið gert til að kynna málið fyrir almenningi en gefið loðnar og villandi upplýsingar. Þar segir einnig að ríkisstjórnin hafi ætlað sér að læða málinu í gegn sem smámáli. 
 
Sagt er, að það sé feigðarflan að stefna að markaðsvæðingu á rafmagni, en tekin yrðu skref í þá átt með samþykkt orkupakka 3 og því sem á eftir kemur. Svo virðist sem ætlun stjórnvalda hafi verið að blekkja saklausan almenning af ásettu ráði – ódrengilegt væri það, ef satt er. Ég trúi því vart, að ASÍ fari með fleipur með þessum yfirlýsingum. Þær eru bylmingshögg á stjórnvöld. 
 
Skref til ófarnaðar
 
Elskulegu fulltrúar okkar á Alþingi,  og þið aðrir sem hafið hugsað um að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra og samþykkja orkupakka 3 á grundvelli aðildar að EES. Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ég óttast að það sé skref til ófarnaðar, fyrsta skref til að veikja íslenska stjórn á eigin orku. Hugsið málið betur og lítið til framtíðarinnar, sjáið hvað felst í orkupökkum 4 og 5, sem samþykkja á næst og lítt eða ekki er farið að kynna almenningi ennþá. Þar verður gengið enn lengra í að veikja stjórn Íslendinga á orkumálunum með það takmark að ná henni undir sameiginlega stjórn erlendis. Það er markmið Evrópubandalagsins. Fyrsta skref í þá átt er samþykkt orkupakka þrjú. 
 
Í nafni allra góðra vætta – ekki troða þessu máli í gegnum Alþingi
 
Haldið ekki áfram á sömu braut. Styðjið þá, sem vilja fella þingsályktunartillöguna, frestið þessu máli eða það sem best væri; fáið varanlega undanþágu frá orkupakkanum fyrir Ísland. Það ætti að vera hægt, ef vilji er fyrir hendi og nægilegur bitkraftur í stjórnmálamönnum okkar. Annað væru svik við okkur, sem ekki fáum að kjósa um þetta stórmál. Í nafni allra góðra vætta – ekki troða þessu máli í gegnum Alþingi. 
 
Ég trúi að það verði tekið vel eftir því, hvaða alþingismenn samþykkja orkupakkann, ef til atkvæðagreiðslu kemur. Slíkt samþykki  gæti orðið þeim dýrkeypt. Lesið leiðarann og rökin þar og annars staðar gegn samþykkt orkupakkans. Nú er ögurstund.
 
Föllum ekki fyrir þessu máli
 
Ég heiti á landvættina að styrkja okkur öll til að standast pólitískan og fjárhagslegan þrýsting. Föllum ekki fyrir þessu máli. Hugsið um auðlindir okkar, sem eru í hættu fyrir sölumönnum og niðurrifsöflum, innlendum sem erlendum. Auðlindir okkar eru hreint umhverfi, heilbrigðara búfé og heilnæmari afurðir en annars staðar eru til. Þetta segi ég sem dýralæknir eftir 50 ára starf og  baráttu gegn innfluttum smitsjúkdómum í búfé. 
 
Auðlindirnar eru fyrst og fremst orkan í vatnsföllum, jarðhitinn, lífið í sjónum og krafturinn í sjávarföllum, vindurinn, sem knúið getur vindmyllurnar og landið sjálft. Hugsið með kærleik til íbúanna, sem þið megið ekki svíkja og hugsið til föðurlandsins, sem við eigum að mestu leyti óselt ennþá útlendum auðjöfrum, sem margir eru óbundnir af íslenskum lögum og greiða ekki sanngjarna skatta.  Stöðvið með lagasetningu allt það sem aflaga fer í þessum efnum.
 
Stöndum keik með framtíðinni og börnum okkar
 
Við skulum standa keik með framtíðinni, með börnunum okkar, óskoruðu fullveldi landsins og verja lífsgrundvöll okkar af alefli, svo að við getum aðstoðað betur þá sem eiga bágt á Íslandi og þá sem til okkar leita erlendis frá í neyð. 
 
 
 
Eftirfarandi kviðlingur verður ásamt lagi á geisladadisk, sem út kemur í haust. Lagið er sungið af þrumubassa frá Akureyri. Þar er vísað til Njálu og draums Flosa á Svínafelli eftir Njálsbrennu.
 
Við Lómagnúp stendur hann stafkarlinn gamli og starir út yfir haf.
Hann skyggnir þá Evrópubandalagsöldu, sem allt gæti fært hér í kaf.                                         
Ótrauður stendur hann áfram á verði og eflir á fullveldið trú,
en kuldaleg röddin kallar þá alla, sem kæfðu í skuldum vor bú.
Járnstafinn láttu á lend þeirra falla, sem lögðu í rúst okkar bú
og læðast að okkur nú. 
 
7. maí 2019, 
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum 
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...