Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Joan Angom Atalla, svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.
Joan Angom Atalla, svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.
Líf og starf 28. apríl 2015

Gríðarlega háðir landgæðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Ég er alin upp í norðurhluta Úganda og með menntun í umhverfisfræði,“ segir Joan Angom Atalla, sem starfar sem svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.

„Starf mitt og stofnunarinnar sem ég starfa fyrir felst meðal annars í því að beina íbúum samfélagsins í átt að sjálfbærni í ræktun, endurheimt vistkerfa og aukinni umhverfisvitund.“

Að sögn Atalla er hnignun landgæða, þar á meðal jarðvegseyðing mikið vandamál í Úganda. „Íbúar landsins eru mjög háðir gæðum landsins þar sem útflutningur er lítill og nánast öll matvælaframleiðsla innlend. Það segir sig því sjálft að landgæði og velferð íbúanna fara saman. Helstu vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru ofnýting á landi sem felast meðal annars í einræktun, eyðingu skóga og ofbeit. Afleiðing þessa er að land hefur víða tapað frjósemi.

Loftslagsbreytingar eru einnig farnar að hafa áhrif á veðurfarið og regntímabil eru óstöðug. Gríðarlegar rigningar á stuttum tíma skola efsta og frjósamasta jarðveginum burt. Til að bæta gráu ofan á svart var hernaðarástand um tíma í héraðinu sem ég starfa í og meðan á því stóð voru tré miskunnarlaust felld til eldiviðar. Í kjölfar skógareyðingarinnar hefur gróðurþekjan veikst og jarðvegseyðing fylgt í kjölfarið.“

Atalla segist gríðarlega ánægð með námið fram til þessa og að það hafi aukið sýn hennar á það sem er hægt að gera til að draga úr jarðvegshnignun í heimalandi sínu. „Áður en ég kom hingað taldi ég mig vita heilmikið um hvað má gera til að bæta ástandið. Í dag líður mér aftur á móti eins og heilinn á mér sé svampur sem sýgur í sig þekkingu sem mun nýtast mér við störf mín í framtíðinni.“

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...