Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Joan Angom Atalla, svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.
Joan Angom Atalla, svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.
Líf og starf 28. apríl 2015

Gríðarlega háðir landgæðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Ég er alin upp í norðurhluta Úganda og með menntun í umhverfisfræði,“ segir Joan Angom Atalla, sem starfar sem svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.

„Starf mitt og stofnunarinnar sem ég starfa fyrir felst meðal annars í því að beina íbúum samfélagsins í átt að sjálfbærni í ræktun, endurheimt vistkerfa og aukinni umhverfisvitund.“

Að sögn Atalla er hnignun landgæða, þar á meðal jarðvegseyðing mikið vandamál í Úganda. „Íbúar landsins eru mjög háðir gæðum landsins þar sem útflutningur er lítill og nánast öll matvælaframleiðsla innlend. Það segir sig því sjálft að landgæði og velferð íbúanna fara saman. Helstu vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru ofnýting á landi sem felast meðal annars í einræktun, eyðingu skóga og ofbeit. Afleiðing þessa er að land hefur víða tapað frjósemi.

Loftslagsbreytingar eru einnig farnar að hafa áhrif á veðurfarið og regntímabil eru óstöðug. Gríðarlegar rigningar á stuttum tíma skola efsta og frjósamasta jarðveginum burt. Til að bæta gráu ofan á svart var hernaðarástand um tíma í héraðinu sem ég starfa í og meðan á því stóð voru tré miskunnarlaust felld til eldiviðar. Í kjölfar skógareyðingarinnar hefur gróðurþekjan veikst og jarðvegseyðing fylgt í kjölfarið.“

Atalla segist gríðarlega ánægð með námið fram til þessa og að það hafi aukið sýn hennar á það sem er hægt að gera til að draga úr jarðvegshnignun í heimalandi sínu. „Áður en ég kom hingað taldi ég mig vita heilmikið um hvað má gera til að bæta ástandið. Í dag líður mér aftur á móti eins og heilinn á mér sé svampur sem sýgur í sig þekkingu sem mun nýtast mér við störf mín í framtíðinni.“

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...