Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þórarinn Jónsson og Lisa Boije eru flutt með Matarbúrið úr Kjósinni út á Grandagarð í Reykjavík.
Þórarinn Jónsson og Lisa Boije eru flutt með Matarbúrið úr Kjósinni út á Grandagarð í Reykjavík.
Mynd / smh
Fréttir 5. október 2015

Grasfóðrað holdanauta­kjöt beint frá bónda

Höfundur: smh
Margir þeir sem vilja kaupa nautakjöt beint frá býli kannast vafalaust við verslunina Matarbúrið, sem starfrækt hefur verið á Hálsi í Kjós í um sex ár. Fyrir rúmum þremur vikum fluttist hún búferlum út á gamla Grandagarðinn í Reykjavík, í gömlu beitningaskúralengjuna í nágrenni við ostabúðina Búrið og ísbúðina Valdísi. 
 
Lisa Boije og Þórarinn Jónsson búa á Hálsi og ráku verslunina sem þar var. Nú hafa þau fengið Helga Ágústsson til liðs við sig í úrbeiningu og fleira. 
 
Nauta- og kanínukjöt til að byrja með
 
Þórarinn segir að til að byrja með verði eingöngu í boði nautakjöt frá þeim sjálfum, fyrir utan kanínukjöt sem þau selja frá Birgit Kositzke á Hvammstanga. „Við ætlum svo bara að sjá til hvað fólk vill annað – hver eftirspurnin er og reyna að svara henni. Við höfum fengið fyrirspurnir frá nokkrum um lambakjöt og mér finnst ekki ólíklegt að við munum taka það líka í sölu. Við ætlum bara að sjá hvernig þetta gengur svona í byrjun og í framhaldinu kannski þá að finna okkur einhverja samstarfsaðila. Við munum þó alltaf leggja mikla áherslu á allan rekjanleika afurðanna – að það liggi þá fyrir gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur um viðkomandi framleiðendur. 
 
Svo erum við með ýmis krydd, sultur, sinnep og chutney sem Lisa gerir, meðal annars úr uppskerunni úr garðinum,“ segir Þórarinn spurður um hvað muni verða í boði í Matarbúrinu. 
 
„Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og það hefur verið mikið að gera frá því að við opnuðum og það er ekki verra að byrja þannig – því þetta er alveg nýtt umhverfi fyrir okkur. Þótt við séum búin að reka verslun í sveitinni í sex ár þá er þetta allt annars konar verslunarrekstur. Hér í borginni er fólk oft bara að hugsa um að kaupa inn fyrir kvöldmatinn en í sveitaversluninni var það oft að birgja sig upp.“ 
 
Áhersla á grasfóðrun
 
„Við leggjum áherslu á að við erum með nautgripi sem eru eingöngu fóðraðir á grasi og heyi og ætlum að bjóða upp á allt af skepnunni – alla parta og skurði, bein og hala. Ef það eru sérstakar óskir viljum við að það sé haft samband með smá fyrirvara. Við erum með kjötvinnsluna heima og smá aðstöðu á Grandanum fyrir minni viðvik,“ segir Þórarinn. 

6 myndir:

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...