Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þórarinn Jónsson og Lisa Boije eru flutt með Matarbúrið úr Kjósinni út á Grandagarð í Reykjavík.
Þórarinn Jónsson og Lisa Boije eru flutt með Matarbúrið úr Kjósinni út á Grandagarð í Reykjavík.
Mynd / smh
Fréttir 5. október 2015

Grasfóðrað holdanauta­kjöt beint frá bónda

Höfundur: smh
Margir þeir sem vilja kaupa nautakjöt beint frá býli kannast vafalaust við verslunina Matarbúrið, sem starfrækt hefur verið á Hálsi í Kjós í um sex ár. Fyrir rúmum þremur vikum fluttist hún búferlum út á gamla Grandagarðinn í Reykjavík, í gömlu beitningaskúralengjuna í nágrenni við ostabúðina Búrið og ísbúðina Valdísi. 
 
Lisa Boije og Þórarinn Jónsson búa á Hálsi og ráku verslunina sem þar var. Nú hafa þau fengið Helga Ágústsson til liðs við sig í úrbeiningu og fleira. 
 
Nauta- og kanínukjöt til að byrja með
 
Þórarinn segir að til að byrja með verði eingöngu í boði nautakjöt frá þeim sjálfum, fyrir utan kanínukjöt sem þau selja frá Birgit Kositzke á Hvammstanga. „Við ætlum svo bara að sjá til hvað fólk vill annað – hver eftirspurnin er og reyna að svara henni. Við höfum fengið fyrirspurnir frá nokkrum um lambakjöt og mér finnst ekki ólíklegt að við munum taka það líka í sölu. Við ætlum bara að sjá hvernig þetta gengur svona í byrjun og í framhaldinu kannski þá að finna okkur einhverja samstarfsaðila. Við munum þó alltaf leggja mikla áherslu á allan rekjanleika afurðanna – að það liggi þá fyrir gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur um viðkomandi framleiðendur. 
 
Svo erum við með ýmis krydd, sultur, sinnep og chutney sem Lisa gerir, meðal annars úr uppskerunni úr garðinum,“ segir Þórarinn spurður um hvað muni verða í boði í Matarbúrinu. 
 
„Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og það hefur verið mikið að gera frá því að við opnuðum og það er ekki verra að byrja þannig – því þetta er alveg nýtt umhverfi fyrir okkur. Þótt við séum búin að reka verslun í sveitinni í sex ár þá er þetta allt annars konar verslunarrekstur. Hér í borginni er fólk oft bara að hugsa um að kaupa inn fyrir kvöldmatinn en í sveitaversluninni var það oft að birgja sig upp.“ 
 
Áhersla á grasfóðrun
 
„Við leggjum áherslu á að við erum með nautgripi sem eru eingöngu fóðraðir á grasi og heyi og ætlum að bjóða upp á allt af skepnunni – alla parta og skurði, bein og hala. Ef það eru sérstakar óskir viljum við að það sé haft samband með smá fyrirvara. Við erum með kjötvinnsluna heima og smá aðstöðu á Grandanum fyrir minni viðvik,“ segir Þórarinn. 

6 myndir:

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...