Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Við fyrstu sýn er Mitsubishi Outlander PHEV ekki mikið breyttur.
Við fyrstu sýn er Mitsubishi Outlander PHEV ekki mikið breyttur.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 20. nóvember 2018

Góður bíll og enn betri en sá gamli

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í tvígang hef ég prófað Mitsubishi Outlander PHEV 2014 og 2016 og í bæði skiptin enduðu þeir í lok árs sem bíll ársins í samantekt áranna tveggja. Nú er komin enn ein útgáfa af bíl frá Mitsubishi sem ber þetta sama nafn. 
 
Breytingarnar eru miklar og allar til góðs, þó svo að enn vanti varadekkið í bílinn var ég ánægður í lok prufuakstursins.
 
Miklar breytingar frá fyrri bílum
 
Bíllinn virðist við fyrstu sýn ekki mikið breyttur, en breytingarnar eru það miklar að erfitt er að telja þær allar upp. 
 
Í fyrsta lagi kemst bíllinn lengra á rafhleðslunni (samkvæmt bæklingi um 10% lengra, eða um 40 km). 
Bensínmótorinn er kraftmeiri en samt sparneytnari, uppgefin 135 hestöfl. Hann er sagður eyða innan við 10 lítrum á hundraðið ef allt rafmagn er búið, en samanlagt eru mótorarnir 230 hestöfl. Snerpan í bílnum er mun skemmtilegri en hún var í síðasta bíl sem ég prófaði. 
 
Þægindi eru meiri bæði fyrir ökumann og farþega. Bakkmyndavélin er betri, en mestan mun fann ég á skriðvörninni. Þó vantar samt enn varadekkið í bílinn.
 
Ný skriðvörn og mikið breytt fjórhjóladrif
 
Síðast var þessi bíll uppfærður 2016 og voru allar breytingarnar til góðs og þæginda, mestan mun sem ég fann á nýja bílnum er ný og uppfærð skriðvörn og hvernig aflinu er skilað í hjólin þrátt fyrir hálku og snjó. 
 
Að gefa bílnum vel inn á hálum og snjóugum vegi er svolítið sérstakt. S-AWC aldrifsbúnaðurinn virkar í samvinnu við að koma sem mestum krafti í jörðina og bílnum áfram án þess að spóla eða renna til. Spólvörnin og skriðvörnin hjálpa til og er magnað að finna hvernig tölvubúnaðurinn vinnur saman til þess að gefa sem mest grip í akstri þrátt fyrir snjó og hálku. 
 
Skriðvörnin er einhver sú besta og skemmtilegasta sem ég hef prófað í bíl. Hún minnir mjög á skriðvörnina í Mitsubishi L200 og Honda CRV sem eru með skemmtilegasta skriðvarnarbúnað í bílum sem ég hef prófað hingað til.
 
Mikið af góðum öryggisbúnaði og ýmsu sem eykur vellíðan í akstri
 
Eins og í fyrri bílum af Mitsubishi Outlander PHEV er bíllinn vel hljóðeinangraður og heyrir maður nánast ekkert í mótornum þegar hann er í gangi. Til merkis um það þá mældist hávaði inni í bílnum 66 desíbel með mótorinn í gangi á um 90 km hraða. 
 
Hiti er í stýrinu, upphituð framrúða, akreinalesari, blind­hornsvari og í bílnum eru fjórar myndavélar tengdar bakk­myndavélinni sem gefa manni 360 gráðu sýn við að bakka í stæði sem dæmi. 
 
Sé ekið með hraðastillinn (cruse control) þá les bíllinn ökutækið sem er fyrir framan og ef það ökutæki hægir á eða stoppar, þá gerir Mitsubishi Outlander PHEV það líka. Sé hins vegar verið að aka bílnum á venjulegan máta og ekið er óþarflega nálægt næsta bíl á undan lætur varnarbúnaður vita af árekstrarhættu með hljóðmerki.
 
5 ára ábyrgð og 8 ára rafhlöðuábyrgð
 
Hægt er að fá fjórar mismunandi gerðir af Mitsubishi Outlander PHEV, Invite, Intenese, Instyle og S Edition tvinnbíl, en tvær útfærslur af sjö manna Mitsubishi Outlander án rafmagnsmótors með 150 hestafla bensínmótor.
 
Ódýrasti Mitsubishi Outlander PHEV er Invite sem kostar frá 4.690.000 sem kemur á 16 tommu felgum með örlítið minni bremsum, en ætti að henta best sem landsbyggðarbíll fyrir holótta malarvegi þar sem að gúmmíið er aðeins meira. Það gefur þægilegri fjöðrun en í hinum öllum bílunum sem eru á 18 tommu felgum, en eru að sama skapi skemmtilegri í akstri á bundnu slitlagi.
 
Dýrasti bíllinn er S Edition sem kostar 6.090.000. 
 
Allir Mitsubishi Outlander PHEV eru með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu. 
 
Sennilega er þessi bíll einhver sá alhagstæðasti bíll á markaðnum hvað rekstur varðar og mikið mega bílarnir vera góðir sem ég prófa það sem eftir er af árinu ef þeir eiga að komast upp fyrir þennan í vali á bíl ársins.
 
Allar nánari upplýsingar fyrir áhugasama er hægt að nálgast á vefsíðunni www.hekla.is.

6 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...