Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kóngssveppur.
Kóngssveppur.
Á faglegum nótum 13. október 2017

Góðir matsveppir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kóngssveppur finnst í skógum og kjarri um allt land. Þar sem kóngssveppur vex á annað borð er yfirleitt mikið af honum. Stafurinn stuttur, en getur orði 20 sentímetra langur og gildastur neðst. Hatturinn allt að 25 sentímetrar í þvermál. Ljós- yfir í dökkbrúnn að lit og með matta og þurra áferð þurr, en glansandi þegar hann er blautur. Holdið er hvítt.

Kúalubbi:
Algengur um allt land og vex með birki og fjalldrapa. Hatturinn 4 til 20 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Mattur og ljós og yfir í dökkbrúnn að lit. Hatturinn yfirleitt þurr viðkomu. Stafurinn hvítur um 10 til 20 sentímetra hár og mjókkar upp. Kragalaus. Holdið hvítt og þétt á ungum sveppum en verður svampkennt með aldrinum.

Furusveppur – Smjörsveppur:
Fylgir furutrjám og vex oft mikið af honum lengi sumars og fram á haust. Bestir eru ungir stinnir sveppir. Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Hatturinn súkkulaðibrúnn á ungum sveppum en gulbrúnn á þeim eldri. Hatturinn mjög slímugur og dökkur í röku veðri en glansandi og ljósbrúnn í þurru. Pípurnar gular í fyrstu en fölna með aldrinum. Stafurinn stuttur, um 4 sentímetrar. Hold stafsins er hvítt og þéttara en í hattinum.

Lerkisveppur:
Auðþekktur á skærgulum og rauðgulum lit þar sem hann vex í kringum lerki. Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetra hár. Hvelfdur i fyrstu en fletts út með aldrinum. Í fyrstu er hatturinn rauðgulur eða appelsínugulur að lit en verður síðan gulur eða jafnvel skærgulur. Slímugur í bleytu. Pípurnar skærgular í fyrstu en verða svo gulbrúnar. Stafurinn brúnleitur. 4 til 10 sentímetra hár og eins til tveggja sentímetra breiður. Holdið gult og þéttara í stafnum en hattinum.

Ullblekill – Ullserkur:
Algengur í þéttbýli þar sem hann vex í litlum þyrpingum í grasi við vegkanta. Ágætur matsveppur en nauðsynlegt að tína unga og hvíta sveppi og best er að tína hann þar sem umferð er lítil. Hatturinn langur og mjór 5 til 30 sentímetra hár, í fyrstu egglaga og þakinn gráhvítum eða brúnleitum og ull- eða bómullarkenndum flygsum sem brettast upp með aldrinum þegar hatturinn verður klukkulaga. Fanirnar þéttar eins og blöð í bók, hvítar í fyrstu en síðan rauðleitar og að lokum svartar. Liturinn breytist neðan frá og upp. Stafurinn hvítur, langur og holur.

Kantarella:
Vex í skógum eða í grennd við þá. Fremur smávaxinn en þybbinn sveppur með lykt sem minnir á apríkósur. Rauðgulur eða eggjarauðugulur á litinn. Hatturinn hvelfdur í fyrstu en síðan flatur og að lokum trektlaga, 2 til 12 sentímetrar í þvermál. Holdið fölgult eða hvítleitt. Þurr og seigur viðkomu. Kantarella er ekki með fanir heldur grunn og þykk rif sem líkjast fönum. Engin eiginleg skil eru milli hattsins og stafsins. Stafurinn þriggja til sjö sentímetra hár og eins til tveggja sentímetra breiður. Stafurinn er sléttur viðkomu og svipaður á litinn og hatturinn. 

Skylt efni: Sveppir

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...