Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kóngssveppur.
Kóngssveppur.
Á faglegum nótum 13. október 2017

Góðir matsveppir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kóngssveppur finnst í skógum og kjarri um allt land. Þar sem kóngssveppur vex á annað borð er yfirleitt mikið af honum. Stafurinn stuttur, en getur orði 20 sentímetra langur og gildastur neðst. Hatturinn allt að 25 sentímetrar í þvermál. Ljós- yfir í dökkbrúnn að lit og með matta og þurra áferð þurr, en glansandi þegar hann er blautur. Holdið er hvítt.

Kúalubbi:
Algengur um allt land og vex með birki og fjalldrapa. Hatturinn 4 til 20 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Mattur og ljós og yfir í dökkbrúnn að lit. Hatturinn yfirleitt þurr viðkomu. Stafurinn hvítur um 10 til 20 sentímetra hár og mjókkar upp. Kragalaus. Holdið hvítt og þétt á ungum sveppum en verður svampkennt með aldrinum.

Furusveppur – Smjörsveppur:
Fylgir furutrjám og vex oft mikið af honum lengi sumars og fram á haust. Bestir eru ungir stinnir sveppir. Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Hatturinn súkkulaðibrúnn á ungum sveppum en gulbrúnn á þeim eldri. Hatturinn mjög slímugur og dökkur í röku veðri en glansandi og ljósbrúnn í þurru. Pípurnar gular í fyrstu en fölna með aldrinum. Stafurinn stuttur, um 4 sentímetrar. Hold stafsins er hvítt og þéttara en í hattinum.

Lerkisveppur:
Auðþekktur á skærgulum og rauðgulum lit þar sem hann vex í kringum lerki. Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetra hár. Hvelfdur i fyrstu en fletts út með aldrinum. Í fyrstu er hatturinn rauðgulur eða appelsínugulur að lit en verður síðan gulur eða jafnvel skærgulur. Slímugur í bleytu. Pípurnar skærgular í fyrstu en verða svo gulbrúnar. Stafurinn brúnleitur. 4 til 10 sentímetra hár og eins til tveggja sentímetra breiður. Holdið gult og þéttara í stafnum en hattinum.

Ullblekill – Ullserkur:
Algengur í þéttbýli þar sem hann vex í litlum þyrpingum í grasi við vegkanta. Ágætur matsveppur en nauðsynlegt að tína unga og hvíta sveppi og best er að tína hann þar sem umferð er lítil. Hatturinn langur og mjór 5 til 30 sentímetra hár, í fyrstu egglaga og þakinn gráhvítum eða brúnleitum og ull- eða bómullarkenndum flygsum sem brettast upp með aldrinum þegar hatturinn verður klukkulaga. Fanirnar þéttar eins og blöð í bók, hvítar í fyrstu en síðan rauðleitar og að lokum svartar. Liturinn breytist neðan frá og upp. Stafurinn hvítur, langur og holur.

Kantarella:
Vex í skógum eða í grennd við þá. Fremur smávaxinn en þybbinn sveppur með lykt sem minnir á apríkósur. Rauðgulur eða eggjarauðugulur á litinn. Hatturinn hvelfdur í fyrstu en síðan flatur og að lokum trektlaga, 2 til 12 sentímetrar í þvermál. Holdið fölgult eða hvítleitt. Þurr og seigur viðkomu. Kantarella er ekki með fanir heldur grunn og þykk rif sem líkjast fönum. Engin eiginleg skil eru milli hattsins og stafsins. Stafurinn þriggja til sjö sentímetra hár og eins til tveggja sentímetra breiður. Stafurinn er sléttur viðkomu og svipaður á litinn og hatturinn. 

Skylt efni: Sveppir

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...