Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kóngssveppur.
Kóngssveppur.
Á faglegum nótum 13. október 2017

Góðir matsveppir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kóngssveppur finnst í skógum og kjarri um allt land. Þar sem kóngssveppur vex á annað borð er yfirleitt mikið af honum. Stafurinn stuttur, en getur orði 20 sentímetra langur og gildastur neðst. Hatturinn allt að 25 sentímetrar í þvermál. Ljós- yfir í dökkbrúnn að lit og með matta og þurra áferð þurr, en glansandi þegar hann er blautur. Holdið er hvítt.

Kúalubbi:
Algengur um allt land og vex með birki og fjalldrapa. Hatturinn 4 til 20 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Mattur og ljós og yfir í dökkbrúnn að lit. Hatturinn yfirleitt þurr viðkomu. Stafurinn hvítur um 10 til 20 sentímetra hár og mjókkar upp. Kragalaus. Holdið hvítt og þétt á ungum sveppum en verður svampkennt með aldrinum.

Furusveppur – Smjörsveppur:
Fylgir furutrjám og vex oft mikið af honum lengi sumars og fram á haust. Bestir eru ungir stinnir sveppir. Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetrar í þvermál, hvolflaga í fyrstu en verður flatur eftir því sem sveppurinn verður stærri. Hatturinn súkkulaðibrúnn á ungum sveppum en gulbrúnn á þeim eldri. Hatturinn mjög slímugur og dökkur í röku veðri en glansandi og ljósbrúnn í þurru. Pípurnar gular í fyrstu en fölna með aldrinum. Stafurinn stuttur, um 4 sentímetrar. Hold stafsins er hvítt og þéttara en í hattinum.

Lerkisveppur:
Auðþekktur á skærgulum og rauðgulum lit þar sem hann vex í kringum lerki. Pípusveppur. Hatturinn 5 til 12 sentímetra hár. Hvelfdur i fyrstu en fletts út með aldrinum. Í fyrstu er hatturinn rauðgulur eða appelsínugulur að lit en verður síðan gulur eða jafnvel skærgulur. Slímugur í bleytu. Pípurnar skærgular í fyrstu en verða svo gulbrúnar. Stafurinn brúnleitur. 4 til 10 sentímetra hár og eins til tveggja sentímetra breiður. Holdið gult og þéttara í stafnum en hattinum.

Ullblekill – Ullserkur:
Algengur í þéttbýli þar sem hann vex í litlum þyrpingum í grasi við vegkanta. Ágætur matsveppur en nauðsynlegt að tína unga og hvíta sveppi og best er að tína hann þar sem umferð er lítil. Hatturinn langur og mjór 5 til 30 sentímetra hár, í fyrstu egglaga og þakinn gráhvítum eða brúnleitum og ull- eða bómullarkenndum flygsum sem brettast upp með aldrinum þegar hatturinn verður klukkulaga. Fanirnar þéttar eins og blöð í bók, hvítar í fyrstu en síðan rauðleitar og að lokum svartar. Liturinn breytist neðan frá og upp. Stafurinn hvítur, langur og holur.

Kantarella:
Vex í skógum eða í grennd við þá. Fremur smávaxinn en þybbinn sveppur með lykt sem minnir á apríkósur. Rauðgulur eða eggjarauðugulur á litinn. Hatturinn hvelfdur í fyrstu en síðan flatur og að lokum trektlaga, 2 til 12 sentímetrar í þvermál. Holdið fölgult eða hvítleitt. Þurr og seigur viðkomu. Kantarella er ekki með fanir heldur grunn og þykk rif sem líkjast fönum. Engin eiginleg skil eru milli hattsins og stafsins. Stafurinn þriggja til sjö sentímetra hár og eins til tveggja sentímetra breiður. Stafurinn er sléttur viðkomu og svipaður á litinn og hatturinn. 

Skylt efni: Sveppir

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...