Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flott bleikja komin á land í Eyjafjarðará.
Flott bleikja komin á land í Eyjafjarðará.
Í deiglunni 18. september 2019

Góð veiði í Eyjafjarðará

Höfundur: Gunnar Bender
„Við byrjuðum daginn á Ármótabreiðu og þar landaði ég strax fiskum, einn 64 sentímetra og annar minni,“ sagði Benjamín Þorri Bergsson. 
 
Hann var að veiða í Eyjafjarðará fyrr í sumar en veiðin hefur verið góð þar og veiðimenn verið að fá flottar bleikjur og góða sjóbirtinga líka og Benjamín heldur áfram:
 
„Síðan færðum við okkur á stað sem heitir Tjaldbakkar en þar eru nokkrir hyljir sem geyma oft mikið af stórri bleikju og  skömmu seinna missti ég vænan fisk en var ekkert að svekkja mig á því. Ég var staðráðinn í að landa fiski þarna og ekki leið á löngu áður en ég setti í og landaði stærstu bleikju sem ég hef náð. Þetta var 69 sentímetra hængur sem vó 7,5 pund og tók Krókinn númer 14.
 
Þegar líða fór á daginn færðum við okkur neðst á svæðið en félagar mínir áttu enn eftir að landa fiski þennan dag en strax í öðru kasti niðri á Teljarabreiðu tók flott bleikja „Phesent tail“ hjá Ívari. 
Við Eyþór fengum líka tvær flottar bleikjur og enduðum við fyrri vaktina með sex fiska á land en aðeins einn slapp. Seinni vaktin beið okkur svo og það þurfti ekki að spyrja að því að hann var á hjá Ívari eftir örfáar mínútur. Á land kom flott 60 sentímetra hrygna sem var sleppt að myndatöku lokinni. Við settum í og lönduðum hátt í 10 fiskum neðst á svæðinu enda mikið af fiski á þessum flotta stað sem er kallaður Teljarastrengur. 
 
Þegar vaktin var að verða hálfnuð færðum við okkur aftur upp á Tjaldbakka og þar landaði Eyþór þriðju stórbleikju dagsins en hún vó 7 pund og mældist 66 cm. Við kláruðum svo þennan flotta og ævintýralega dag á þessu æðislega svæði niður í Teljarastreng. Lokatölur voru eitthvað í kringum 20 fiskar á land,“ sagði Benjamín enn fremur.
Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...