Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flott bleikja komin á land í Eyjafjarðará.
Flott bleikja komin á land í Eyjafjarðará.
Í deiglunni 18. september 2019

Góð veiði í Eyjafjarðará

Höfundur: Gunnar Bender
„Við byrjuðum daginn á Ármótabreiðu og þar landaði ég strax fiskum, einn 64 sentímetra og annar minni,“ sagði Benjamín Þorri Bergsson. 
 
Hann var að veiða í Eyjafjarðará fyrr í sumar en veiðin hefur verið góð þar og veiðimenn verið að fá flottar bleikjur og góða sjóbirtinga líka og Benjamín heldur áfram:
 
„Síðan færðum við okkur á stað sem heitir Tjaldbakkar en þar eru nokkrir hyljir sem geyma oft mikið af stórri bleikju og  skömmu seinna missti ég vænan fisk en var ekkert að svekkja mig á því. Ég var staðráðinn í að landa fiski þarna og ekki leið á löngu áður en ég setti í og landaði stærstu bleikju sem ég hef náð. Þetta var 69 sentímetra hængur sem vó 7,5 pund og tók Krókinn númer 14.
 
Þegar líða fór á daginn færðum við okkur neðst á svæðið en félagar mínir áttu enn eftir að landa fiski þennan dag en strax í öðru kasti niðri á Teljarabreiðu tók flott bleikja „Phesent tail“ hjá Ívari. 
Við Eyþór fengum líka tvær flottar bleikjur og enduðum við fyrri vaktina með sex fiska á land en aðeins einn slapp. Seinni vaktin beið okkur svo og það þurfti ekki að spyrja að því að hann var á hjá Ívari eftir örfáar mínútur. Á land kom flott 60 sentímetra hrygna sem var sleppt að myndatöku lokinni. Við settum í og lönduðum hátt í 10 fiskum neðst á svæðinu enda mikið af fiski á þessum flotta stað sem er kallaður Teljarastrengur. 
 
Þegar vaktin var að verða hálfnuð færðum við okkur aftur upp á Tjaldbakka og þar landaði Eyþór þriðju stórbleikju dagsins en hún vó 7 pund og mældist 66 cm. Við kláruðum svo þennan flotta og ævintýralega dag á þessu æðislega svæði niður í Teljarastreng. Lokatölur voru eitthvað í kringum 20 fiskar á land,“ sagði Benjamín enn fremur.
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...