Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Góð ráð á sauðburði
Á faglegum nótum 4. mars 2014

Góð ráð á sauðburði

Í fyrra vor birti Bændablaðið haldgóð ráð á sauðburði frá Þorsteini Ólafssyni dýralækni sauðfjársjúkdóma hjá MAST. Ennfremur birtum við þá nokkur heilræði varðandi burðarhjálp og er ástæða til að endubirta þennan vísdóm nú þar sem þessi tími fer nú víða í hönd.
Hvatti Þorsteinn bændur til að búa tímanlega vel í haginn fyrir sauðburð. „Útbúið góða vinnuaðstöðu með góðu, stóru vinnuborði þar sem aðeins eru þeir hlutir sem þarf við sauðburðinn. Góður vaskur með köldu og heitu vatni og hitaketill og pottur til þess að geta soðið vatn og fæðingasnúrur. Tiltæk skal vera fata undir þvottavatn og sótthreinsandi handsápa til að þvo hendur og ytri fæðingarveg áður en vitjað er um. Eigið svo nóg af sleipiefni til að nota við burðarhjálp og munið að sótthreinsa naflastrenginn með joði.

Lömbin eru viðkvæm fyrstu sólarhringana og það er mikilvægt að þau fái brodd á fyrstu þrem klukkutímunum eftir fæðingu, því hann gefur næringu sem heldur uppi líkamshitanum og mótefni gegn sjúkdómum, m.a. pestarsjúkdómunum lambablóðsótt og flosnýrnaveiki, sem flestar ær eru bólusettar fyrir. Gott er að tryggja að spenarnir séu hreinir, það minnkar líkur á kólísýkingum."

Burðarhjálp
Það ætti að leyfa náttúrunni sjálfri að sjá um burðinn og ekki að grípa inn í ef allt virðist hafa eðlilegan gang.

Ef eitthvað er að og vísbendingar um að burðurinn gangi ekki eðlilega athugið þá eftirfarandi:

A. Þrýstingshríðir í meira en 2-3 klst.
án þess að belgurinn komi.

B. Það líður meira en hálf klukkustund frá því að belgurinn kemur án að sjáist í fóstrið.

C. Ekki sjást tvær klaufir koma fyrst.

D. Það líður meira en ein klst. í næsta
lamb. Hildirnar losna eðlilega eftir 1–3 klst. Taki það lengri tíma getur það verið vísbending um fleiri lömb.

Grundvallaratriði við burðarhjálp
Þegar ljóst er að burðurinn mun ekki ganga eðlilega og nauðsynlegt er að grípa inn í og finna út hvað er að. Hreinlæti skiptir þá öllu máli.

Þungaðar konur og konur með ungabörn á brjósti ættu að forðast að veita ám burðarhjálp, einkum ef vart hefur orðið fósturláts í hjörðinni, en í umhverfi kinda geta leynst bogfrymlar (Toxoplasma gondii) eða list­eríusýklar.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...