Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Góð ráð á sauðburði
Á faglegum nótum 4. mars 2014

Góð ráð á sauðburði

Í fyrra vor birti Bændablaðið haldgóð ráð á sauðburði frá Þorsteini Ólafssyni dýralækni sauðfjársjúkdóma hjá MAST. Ennfremur birtum við þá nokkur heilræði varðandi burðarhjálp og er ástæða til að endubirta þennan vísdóm nú þar sem þessi tími fer nú víða í hönd.
Hvatti Þorsteinn bændur til að búa tímanlega vel í haginn fyrir sauðburð. „Útbúið góða vinnuaðstöðu með góðu, stóru vinnuborði þar sem aðeins eru þeir hlutir sem þarf við sauðburðinn. Góður vaskur með köldu og heitu vatni og hitaketill og pottur til þess að geta soðið vatn og fæðingasnúrur. Tiltæk skal vera fata undir þvottavatn og sótthreinsandi handsápa til að þvo hendur og ytri fæðingarveg áður en vitjað er um. Eigið svo nóg af sleipiefni til að nota við burðarhjálp og munið að sótthreinsa naflastrenginn með joði.

Lömbin eru viðkvæm fyrstu sólarhringana og það er mikilvægt að þau fái brodd á fyrstu þrem klukkutímunum eftir fæðingu, því hann gefur næringu sem heldur uppi líkamshitanum og mótefni gegn sjúkdómum, m.a. pestarsjúkdómunum lambablóðsótt og flosnýrnaveiki, sem flestar ær eru bólusettar fyrir. Gott er að tryggja að spenarnir séu hreinir, það minnkar líkur á kólísýkingum."

Burðarhjálp
Það ætti að leyfa náttúrunni sjálfri að sjá um burðinn og ekki að grípa inn í ef allt virðist hafa eðlilegan gang.

Ef eitthvað er að og vísbendingar um að burðurinn gangi ekki eðlilega athugið þá eftirfarandi:

A. Þrýstingshríðir í meira en 2-3 klst.
án þess að belgurinn komi.

B. Það líður meira en hálf klukkustund frá því að belgurinn kemur án að sjáist í fóstrið.

C. Ekki sjást tvær klaufir koma fyrst.

D. Það líður meira en ein klst. í næsta
lamb. Hildirnar losna eðlilega eftir 1–3 klst. Taki það lengri tíma getur það verið vísbending um fleiri lömb.

Grundvallaratriði við burðarhjálp
Þegar ljóst er að burðurinn mun ekki ganga eðlilega og nauðsynlegt er að grípa inn í og finna út hvað er að. Hreinlæti skiptir þá öllu máli.

Þungaðar konur og konur með ungabörn á brjósti ættu að forðast að veita ám burðarhjálp, einkum ef vart hefur orðið fósturláts í hjörðinni, en í umhverfi kinda geta leynst bogfrymlar (Toxoplasma gondii) eða list­eríusýklar.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...